Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 172
170
Um áburð.
þvagið sígur í vatnsheldar rennúr, og eptir þeim í
vatnslielda, tilbyrgða gryfju, sem geymir það þar til
það er annaðhvort flutt út á akra og engi, eða því
ausið yfir áburðarhaugana. í Norvegi safna menn
sumstaðar þvaginu með því að bera mómold á flórinn,
svo mikið sem þarf til að þerra það allt upp. Er þessi
aðferð tíðkuð þar við búnaðarháskólann í Ási og þykir
einkar-góð. Mómoldin er að ýmsu leyti betri til þessa
en hálmurinn, og þar sem hálmurinn er ekki til, er
hún eða önnur þurr mold betri en allt annað, sem
fáanlegt er. |>að getur nú verið vafasamt, hvort betra
er að safna þvaginu saman sjer á parti, eða að þerra
það allt upp og safna því með taðinu. Með hvoru-
tveggja móti er hægt að sjá um, að ekkert af þvaginu
missist; en fyrirhöfnin getur verið mismunandi. Hjá
oss þarf hjer um bil */2 til s/4 teningsfet af þurri mold
á dag til að þurrka upp allt þvagið undan einni kú,
jafnminna á vetrum, en meira á sumrum. Moldin er
mulin smátt og henni svo dreift á flórinn í hvert sinn
þegar búið er að moka. Bezt er að moldin sje vel
þurr, því eptir því som hún er deigari, eptir því dregur
hún minna í sig af þvagi. Þar sem nóg er til af
gömlum rústum, ætti að taka svo mikið af þurri mold
að sumrinu, sem þarf til ársins, og geyma hana síðan
í húsi. Sje veggjamold ekki til, má brúka hvers kon-
ar mold sem hægt er að fá, sem ekki er möl eða mikið
af sandi í, en bezt er vel fúin veggjamold eða mómold.
Þar sem væru 6 kýr, þyrfti liúsið yfir moldina til árs-
ins að vera t. d. 7 álna langt, 5 álna breitt, og svo
hátt, að moldin geti verið rúmlega 4 álna há. Bozt
er að byggja liúsið þar, sem moldin er fáanleg, þó að
það sje ekki nálægt fjósinu; því að vetrinum er hægt
að flytja moidina smámsaman heim eptir því sem á
henni er haldið.
Iívort heldur sem maður ætlar sjer að þerra upp
allt þvagið með mold, cða safna því sjor á parti, þá