Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 197
Um áburð.
195
bera nnnau áburð á á haustin en raold og annað, sem
hefir lítið af frjöefnuœ, en getur hlíft rótinni. En ef
maður nú eigi að síður ber mykju eða annað tað á að
haustinu, or betra að láta það liggja í smáhaugum og
dreifa því svo snemma að vorinu; líkist það þá vor-
áburði. Meðan monn láta þúfurnar—þessa gömlu minn-
isvarða framtatsleysis og ódugnaðar — , standa óáreittar
í túnunum, eru flestir að basla við að bera á þær, og
þá þarf að hugsa um að gjöra það svo. að áburðurinn
komi að sem mestum notum. Bozt væri að bera á-
burðarlög á þúfurnar; af honum hafa þær bezt not, og
þó að seinlegt sje að bera liann á, þá er líka ávinnslan
cngin. J>egar tað er borið á þær, ætti að gjöra það
að liaustinu, og skipta því upp á þær, og mylja svo
ofan í að vorinu, þótt seinlegt sje. Lakast af öllu er
að láta áburðinn liggja í hlössum í gryfjunum yfir vet-
urinn, og berja hann að vorinu og ausa yíir. Annars
ættu monn ekki að kosta miklum áburði upp á þúfurn-
ar, því það borgar illa kostnaðinn, en leggja heldur
kapp á að fækka þeim, og láta ekki sljetturnar vanta
áburð; það mundi verða ábatameira.
Ilvenær á að bera- á? Um það hafa verið skipt-
ar skoðanir, bvort betra væri að bera fastan áburð á á
haustin cða vorin; er það mjög bundið við veðráttuna,
hver aðferðin heppnast betur, og fer líka eptir því,
hver áburðurinn er, og hvernig jörðin er. Ef vel vorar
og snemma má ná þíðum áburði, og vorið er vætu-
samt, svo að áburðurinn leysist sundur og rignir ofan
í jörðina, þá má telja víst, að minna þarf af honum
að vorinu cn að lmustinu til að gjöra sama gagn. En
sjo vorið kalt og þurrkasamt, þá kemur voráburður opt
að litlum eða engum notum; hann skrælnar ofan á
rótinni og gengur að mestu leyti af aptur. Kúamykju
ætti helzt að bera á að haustinu, því liún er venjulega
órotin að vorinu, þegar hún cr geymd í opnu haug-
stæði, og þarf þá langan tíma til að rotna og um-
13*