Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 78
76
Ferðir á suðurlandi.
og vex sumstaðar á því dálítið víðirkjarr. Neðan til í
því, rjett við vatnið, vestur af Hagavík, er í hrauninu
gamall, einstakur gígur, 70 fet á hæð, og vatn í holu-
botninum; þar vex fjarska-mikið af heldur fágætri
burknategund, er heitir Woodsia ilvensis. Undir Nesja-
völlum er líka gamalt hraun, og hefir það komið úr
Henglafjöllunum, sunnar en hitt, oglíklega miklu fyr.
Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er
mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr
Henglinum og eru rúm 1300 fet á hæð. Þau eru úr
móbergi, tveir jafnhliða fjallaranar; móbergið er fjarska-
lega sundurjetið af áhrifum lopts og vatns, fjallalinúð-
ar, klungur og klif í hinum skringilegustu myndum. A
einum stað er farið milli tveggja þverhnýptra hamra,
og þess vegna er nafnið Dyravegur til orðið. Vestur af
Dyrafjöllum er eigi nærri eins bratt eins og austur af,
enda er austurbliðin miklu hærri, um 1000 fet y(ir
fingvallavatn, en liæðin yíir sljetturnar að vestan er
að eins tæp 300 fot. Fyrir vestan Dyrafjöll taka við
breiðar hásljettur, suður af Mosfellsheiði, því nær mis-
hæðalausar. J>ar er dólerít í jörðu, en urð og möl ofan
á. Hásljottur þessar ná upp að Hengli, suður hjá Kol-
viðarhól, allt upp að Vífilfolli og niður undir Lækjar-
botna.
Yið riðum beina leið niður eptir fram lijá Lylda-
felli að Lækjarbotnum, og þaðan í Beykjavík.
Var þá ferðinni lokið.