Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 16
14
Ferðir á suðurlandi.
myndazt í sumum þeirra og sjest þar hraun og gjall
samtvinnað í undarlegum mvndum. Á nyrðra gígnum
sunnanverðum eru margar skálir og er hin stærsta um
2-300 fet að þvermáli; skiptist hún sundur í smærri
hvolf af stórum hraunhryggjum. Hallinn á gígunum
er um 25°. Jafnhliða þessari aðalgígar.ið er önnur lítil
mjög gömul norðar og nær hún upp undir brún á
Hengli. Margar stórkostlegar hrauntraðir ganga út frá
aðalgígunum. Hraunið hefir breiðzt út, um heiðina;
milli gíganna og Hverahlíða er eins og stór hraunsjór
með mjög litluin halla; austur á við nær hraunbreiða
þessi að veginum, en vestur á við að hólum þeim, sem
heita Lakar, austur af Lágaskarðsvegi. Mjó kvísl hefir
runnið suður með norðausturhorninu á Hverahlíðum og
heldur svo áfram til suðurs uns hún fellur fram af
fjallinu um Vatnsskarð niður í ölfus fyrir austan J>urrá.
Hraunfossinn í skarðinu er um 450 fet á hæð, og hall-
ast 24 — 30°; síðan hefir hiaunið breiðzt út um mýr-
arnar fyrir neðan, milli Kröggólfsstaða og J)iirrár, og
er þar í tvoim breiðum kvíslum. Undir Hverahlíðum
eru nokkrir brennisteinshvorir og brennisteins-skellur
utan í moldarbörðum; koma brennisteinssúrar vatns-
gufur hjer og hvar upp um götin. Undir brennisteins-
og leirskánimii sýður og þýtur af heitum gufum, í hol-
unum er 96° C. hiti. Skálafell stendur á hjalla úr
dólerít-dílagrjóli; sjálft er það úr sama grjóti, nema
móberg dálítið sunnan í. Við gengum upp á Skálafell;
þaðan er mjög víðsýnt. Fyrir vestan sjest Reykjanes-
hásljettan með fellum upp úr (t. d. Geitafell, Meitill
o. fl.), en á noiðurbrún hennar eru Bláfjöll og Vífil-
fell; fyrir sunnan heiðina er Ölfusið, ein sljetta austur
að Ingólfsfjalli og niður í sjó, Ölfusá eins og breiður
fiui með ótal kvíslum og eyrum og fyrir austan liana
Flóinn og Suðurlands-undirlendið mikla, en Eyjafjalla-
jökull, eins og stýfð keila, tignarlegur og skínandi
hvítur, og Tindafjöll norður af honum, lykja sjónir vorar