Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 163
Um áburð.
161
Af því taðið safnast og treðst saman undir fjenu í
húsunum að vetrinum, verður það svo þjett og lítið
lopt kemst að því innan; geymist það vel á þann hátt,
og uppleysist þar seinlega. Bezt er tað undan vel
fóðruðum ám, einkum sjeu þær fóðraðar á töðu oða
töðugæfu heyi; en eins og auðvitað er, verður það þá
minna fyrirferðar, heldur en ef fóðrað er með ljettu
útheyi. Lambatað er einnig gott, því lömbin eru
venjulega fóðruð á hinu bezta heyi, svo taðið verður
frjóefnamikið, þó að nokkuð af fóðrinu leggist lömbun-
um til vaxtar. Tað undan geldsauðum er optast lje-
lcgt, af því að þeir lifa jafnan á ljettu fóðri og úti-
gangi; on þó getur það komið fyrir, að þetta tað sje
ekki lakara en annað sauðatað, þegar sauðimir lifa á
kjarngóðri beit eða góðri fjöru.
Vetrartaðið undan öllu sauðfje á iandinu væri ekki
svo lítill áburðarauki. Gjörum ráð fyrir, að á öllu
landinu sje fóðrað 400,000 sauðfjár, og að hver sauð-
kind fái fóður að vetrinum sem svarar 200 pundum af
góðu heyi, þá ætti taðið undan hverri kind að vera
hjer um bil 260 pd. eða undan öllu fjenu 104,000,000
pd. Eptir því sem menn reikna samsetningu sauða-
taðsins í öðrum löndum, ætti að vera í öllu þessu taði
hjer um bil 900,000 pd. af lioldgjafa, 800,000 pd. af
kalí og 400,000 pd. af fosfórsýru. 1 öðrum löndum er
sauðfje fóðrað vcl á kjarngóðu fóðri, en hjá oss er
fóðrið opt lítið og ljett; vil jeg því taka einungis
helming af þessum upphæðum, og gjöra, að í öllu tað-
inu sje 450,000 pd. af holdgjafa, 400,000 pd. af kalí og
200,000 pd. af fosfórsýru. J?ótt svona lágt sje reiknað,
þá er þetta eins mikið eins og talið er að sjo af efnum
þessum í 30 miljónum punda, eða hjor um bil 150,000
hestum af vænu bandi af góðri töðu. Ekki hafa menn
víða hjer á landi safnað sumartaði sauðfjár til áburðar,
og það er cinungis undan ánum, að kostur er á að
hirða það að nokkru leyti. Bcyndar er langt síðan að
Andvari X. 11