Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 63
Ferðir á suðurlandi.
61
brúninni cru margir gígir, som hraunin miklu fyrir
neðan Lönguhlíð haf'a komið úr, og sem fyr er um
getið. Skoðaði jeg fyrst brennisteinsnámurnar. Á dá-
litlum graslieti við læk eru hús þau, er Englendingar
byggðu, þegar þeir voru að taka þar brennisteininn, en
nokkru sunnar eru námurnar undir austurhlíð Brenni-
steinsfjalla. Úr gígum í hlíðinni hafa runnið mikil
hraun og undir einu þeirra eru námurnar. Gufur
koma þar sumstaðar upp úr hrauninu eigi mjög heitar
(um 26°), og brennisteinsblcttir litlir eru utan við
rönd þess; þetta hefir gefið tilefni til þess, að menn
hafa orðið varir við námurnar. Úr jörðinni undir
hrauninu koma brennistoinsgufur, og stíga svo upp í
gegn um holur og pípur í því; sezt þá brennisteinn
mjög hreinn í hraunholurnar, svo þar. eru eins og
gulir og hvítir vasar innan í hrauninu. í þessum hol-
um er víða töluverður hiti (7S°). Hinar súru gufur
liafa jetið hraunið í sundur, og umbreytt því, svo þar
hafa myndazt ýmsir krystallar, stein- og leirtegundir
með alls konar litum. Handarvik er þd, að komast
að þessum brennisteini, því að víða þarf að brjóta
tveggja mannhæða þykkt beinhart blágrýtishraun, til
þess að komast að holunum, sem hann er í. Eng-
lendingar hafa látið gjöra stórar skvompur niður í
hraunið; en nú er brennisteinsnámið hætt, enda liefir
það víst varla svarað kostnaði.
Brennisteinsfjöllin eru aflangur fjallahryggur uppi
á Lönguhlíð, og ganga fiá norðaustri til suðvesturs;
hallar þeim mjög til suðausturs, og þar verður stór
hraunsljetta milli þeirra og ásanna, sem ganga suður af
Bláfjöllum vestan við Heiðina há, og smáhallar þessari
sljettu suður að brúnum fyrir ofan Stakkavík og Her-
dísarvík. Uppi á Brennisteinsfiöllum og í austurhlíð
þeirra eru óteljandi gígir, og eru þeir eins og marg-
brotinn fjallaklasi suður úr. þeir standa svo þjett, að
hvergi er bil á milli, sem teljandi sje. Austurhlíð