Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 59
Ferðir á suðurlandi.
57
getið um eldgos úr Trölladyngjum 1360, »ole eyddust
margir bæir í Mýrdal aí öskufalli, en vikrinu rak allt
vestur á Mýrar, en sá eldinn af Snjófellsnesi". Mikil
líkindi eru til, að lijer sje átt við Trölladyngju á
Eeykjanesi. Yeturinn 1389- 90 var víða eldur uppi á
íslandi; þá brann Hekla. Síðujökull og Trölladyngja;
segir Espólín1 að Trölladyngja kafi brunnið allt suður
í sjó og að Selvogi. Hjer er sama villan og við gosið
1340, nefnilega, að brunnið liafi að Selvogi. Yera má
að þá liafi brunnið gígirnir, sem ná frá Trölladyngju
og allt suður undir sjó vestan við Núphlíðarháls, og
hraunið myndazt, er fallið hefir þar niður austan við
ísólfsskála. Eitthvað er blandað málum með þessi
Trölladyngjugos ílest, og hefir það komið af ókunnug-
leika annála-ritaranna; fjöllin hjer syðra eru öll svo
eldbrunnin, og hjer eru svo margir gígir, að menn
hafa eigi getað greint sundur hina einstöku gos-staði, og
liafa öræfin og hraunin þá líklega vorið byggðamönnum
í kring lítt kunn, og svo er enn. A hraununum við
Trölladyngju er auðsjeð, að sjálf Dyngjan hefir eigi
gosið opt síðan land byggðist; hið eina hraun, sem
nokkuð kveður að, og auðsjeð er að þaðan liefir komið
síðan á iandnámstíð, er Afstapahraun; aptur hafa þaðan
komið mörg og mikil gos áður. 1 fjöllunum í kring,
hæði í Máfahlíð og Núphlíðarhálsi, hefir og eflaust
gosið síðan land byggðist.
Frá Krísuvík fór jeg út í Ögmundarhraun og skoð-
aði þau. Skoðaði jeg fyrst svo kallaðan Húshólma; það
er hraunlaus grasi vaxinn blettur neðst í hrauninu
miðju við sjóinn. Særokið og brimið hafa hjer brotið
nokkuð framan af lirauninu og standa þar því þver-
hnýptir hraunkamrar og tangar út í sjóinn; að ofan er
á hrauninu gjallslcán, alveg eins og smiðjugjall, en
neðar er hraunið rnjög þjett, svart með mórauðum blæ;
I) Árbækur X. bls. iio.