Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 173
Um dburð.
171
vcrður að gjöra fiórinn alveg vatnsheldan. J>etta er
liægast að gjöra með því, að leggja hjer um bil 10
þumlunga þykkt lag af leir (deigulmó, smiðjumó) undir
allan ílórinn, sem nái undir básstokkana, og upp með
þeim að aptanverðu, og allt um kring, þar sem búast
má við, að þvagið leiti á. Leirlag þetta skal berja
fast og jafnt niður, og gongur þá vatn alls eigi gegn
um það. En eins og menn skilja, má leirinn ekki
vera auður, hann er of linur til þess, og verður því
annaðhvort að steinleggja allt saman með sljettum,
stórum, allþykkum hellum, eða að öðrum kosti leggja
flórinn úr samanplægðum borðum, með nógu mörgum
þverslám undir, sem gangi niður í leirinn, svo borðin
liggi sljett á honum. Sje nú ætlað til að þerra upp
allt þvag með mold, þarf ekki annað en búa svo um,
að ekkert geti runnið burt; en ef ekki á að brúka
moldina, þá þarf flórnum að halla til annars endans
eða miðjunnar, svo þvagið geti runnið þangað; þar á
nú að gjöra gryfju, svo sem 3 feta djúpa, er sje annað-
hvort hlaðin upp með grjóti og leir, svo hún sje vatns-
held, eða stórt trjeílát er grafið niður og troðið leir
undir það og allt um kring. Er nú svo til hagað, að
allt þvagið geti runnið í gryfju þessa, en hlemmur
hafður yfir, svo sterkur og stöðugur, að gripunum sje
óhætt um að ganga. Þegar gryfjan fyllist, er þvaginu
ausið úr henni, annaðhvort beinlínis út á túnið eða
því er hellt í stærri vatnshelda safngryfju og geymt
þar til að rotna betur, eða því er ausið yfir hauga.
J>ægilogt er að búa svo um, ef þvaginu skal safna, að
það renni strax af flórnum eptir vatnsheldri rennu
niðri í jörðunni í vatnshelda safngröf, sem gjörð er
fyrir utan Qósið, og sem er nógu stór til að rúrna allt
þvagið, er safnast svo sem 4—5 mánuði. En rennunni
verður þá að halla vel, og jafnvel bezt að svo sje um
búið, að taka megi ofan af henni án mikillar fyrir-
hafnar, til þess að hreinsa hana upp, því með þvaginu