Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 66
64
Ferðir á suðurlandi.
Jiingvöllum. þessum merka helgistað þjóðarinnar þarf
jog ekki að lýsa; það hafa svo margir gjört, sem eru
svo margfalt færari til þess en jeg. Þaðan fór jeg upp
á öræfi, mest til þess að skoða Skjaldbreið. Um kvöld-
ið, 2. september, fórum við af stað frá Ihngvöllum;
slógust þeir í förina með okkur sjera Jens Pálsson á
í’ingvöllum og Indriði Einarsson revísor úr Eeykjavík.
í Skógarkoti fengum við okkur fylgdarmann, sem
kunnugur var um þær slóðir, og hjeldum svo af stað.
Var komið myrkur, þogar við fórum frá Skógarkoti, en
veðrið var ljómandi gott, og þossi kyrrð og ró á öllu,
sem gjörir haustkvöldin á íslandi svo fögur. Um
kvöldið voru fegurstu norðurijós með alls konar lit-
hreytingum.
Um miðnætti komum við upp á Biskupsflöt, og
tjölduðum þar; sváfum nokkra tíma, vöknuðum kl. 3
um morgunin og bjuggum oss til ferðar; veðrið var
ágætt; frost nokkuð hafði verið um nóttina og hjela á
jörðu, en hún hvarf brátt, þegar á daginn feið. Við
fórum austur Goðaskarð; taka þar við eintóm hraun
austur að Tindaskaga, upp að Skjaldbreið og niður í
pingvallavatn. Hiaunin hafa auðsjáanlega runnið frá
Skjaldbreið niður að Pingvallavatni um breiða lægð
eða dal; vestan við þessa lægð er fjallahryggur sá, sem
Goðaskarð er í; heitir þar að norðan Gatfell, en Mjó-
fell að sunnan; að austan er Tindaskagi; það er all-
langur fjallgarður með mörgum tindum og hnúðum,
og gengur suður að Hrafnabjörgum; heita syðstu tind-
arnir Tröllatindar; móberg er í þessum fjallabryggjum
báðum. Hraunin eru mjög gömul, og víðast hefir
myndazt jarðvegur ofan á, þúfur og móar, on smá-
klappir og hrjósfugar hraunkúlur standa upp úr mosa-
flánum; víða eru holur og smágjótur og sumstaðar gras
dálítið. Ilrauniö er bjer því ailgott yfirforðar, eptir
því sem hraun gjörast. Hraunbreiðan hallast hægt og
hægt niður að vatni, og er því nær mishæðalaus; á