Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 107
Um alþýðumenntun.
105
en nú or styrkurinn sem svarar 200 krónnm á ári, og
gefa þeir ekki annað með sjer sjálfir en vinnu sína.
Forstöðumaður hefir engin laun haft, þar til að á þessu
ári voru honum veittar 650 krónur í því skyni. Frá
skólanum komu 6 piltar vorið 1882, aðrir 5 vorið 1883
og í vor eiga 4 að útskrifast — hinn 5. dó næstliðið
vor. Nú eru 10 lærisveinar með opinberum styrk, og
einn, sem gefur með sjor sjálfur. — Norðlendingar hafa
nú stofnað búnaðarskóla á Hólum í Hjaltadal og Aust-
firðingar á Eyðum í Fljótsdalshjeraði. Báðir þessir
skólar eru að öllu leyti opinberar stofnanir og eiga
sýslufjelögin jarðirnar og búin, og launa þau kennur-
unum og bústýrum. Eeglugjörðir fyrir skóla þessa
eru enn þá ekki almenningi kunnar, svo jeg viti.
Sunnlendingar liafa til þessa ekki annað gjört í þessa
átt en að Hvanneyri í Borgarfirði hefir verið keypt í
því skyni, að setja þar búnaðarskóla.
Ekki hafa menn enn þá getað með öllu orðið á-
sáttir um fyrirkomulag búnaðarskólanna. Margir liafa
haldið fastri þeirri hugmynd, er menn höfðu fyrir sjer,
þegar búnaðarskólasjóðirnir voru stofnsettir, nefnil. að
reisa 4 opinbera skóla á landinu, alla á sama stigi, og
samkvæmt henni munu skólarnir fyrir norðan og aust,-
an vera til orðnir. Fyrirkomulag skólans fyrir vestan
er byggt á annari skoðun. Sunnlendingar hafa að lík-
indum hikað í framkvæmdunum vegna þess, að Sveinn
búfræðingur Sveinsson hefir lialdið fast fram þoirri
skoðun, að rjettast væri að stofna einungis einn bún-
aðarskóla fyrir allt laudið.
|>að er von, þó mönnum komi ekki strax saman
um fyrirkomulag búnaðarskólanna; það er vandasamt
að finna hið rjetta 1 þessu sem öðru, á meðan oss
vantar alla innlenda reynslu. Með því að renna hug-
anum yfir allar þær vísindagreinir, sem búnaðurinn
grundvallast á, og með því að kynna oss búnaðarskóla
annara þjóða, getunr vjer þó fengið nokkra hugmynd