Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 198
196
Um áburð.
breytast á jörðunni, lil þess að geta gengið ofan í rót-
ina og orðið að jurtanæringu í tækan tíma. En cf
mykjan væri geymd í haugshúsi og hrossataði blandað
í hana að vetrinum, þá er líklegt að hún yrði svo rot-
in að vorinu, að vel mætti bera hana á á góu, ein-
mánuði eða jafnvel seinna. þ>að er okki hætt við, að
mikið missist af þeim áburði, sem þá er borinn á;
jörðin er optast freðin og áburðurinn frýs venjulega um
sinn; en þegar hann þiðnar upp aptur, þiðnar jörðin
líka, og lögurinn sígur ofan í hana, en varla of langt;
jörðin þiðnar smámsaman og dregur til sín frjóefni á-
burðarins og heldur þeim föstum, ef hún er ekki því
lausari. Hrossatað er bezt að bera á seinni part vetr-
ar og snemma að vorinu, einkum oi' það er látið liggja
lengi í hesthúsunum og rotna þar; gengur það þá að
mestu ofan í og heíir ekki misst til muna af frjóefn-
unum. Sama er að segja um sauðatað, að venjulega er
bezt að bera það á á útmánuðum og raylja það þá
strax som bezt verður. Ef jörðin or laus er ekki hættu-
laust að bora á á haustin, því að þá er líklegt að haust-
rigningarnar skoli miklu af frjóefnunum niður fyrir
grasrótinu, og ef jörðin er mjög hall-lend, er líka hætt
við, að leysingarvatn á vetrum skoli nokkru burt á
klakanum. Þar sem svona stendur á, ætti helzt að
bera á hinn ljclogasta áburð á haustin, einungis til
hlífðar; en þann áburð, sem einkum væri ætlað að
frjófga jörðina, ætti að bera á á útmánuðum, eða
snemma á vorin, of hann er fastur, en í gróandanum,
ef hann er fijótandi. En ef að haugtað eða annar
góður áburður er samt borinn á að haustinu, þá ætti
ekki að dreifa úr lionum fyr en á útmánuðum, en láta
hann standa yfir veturinn í smáhaugum, sem livcr
væri kerrulilass, eða svo sem úr þremur kláfum, og
sjeu haugarnir vel upp gerðir, og sljettaðir sem bozt
utan. Ekki má bera á á haustin fyr ou háin liættir að
spretia, því ekki iná hamla hinum ungu frjóöngum að