Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 138
136
Um súrhey.
fyrst 5 og seinna 4 merkur í mál af maís-mjöli og
rúgmjöli allan veturinn, og sumarbærri kú gaf jeg 2—3
pd. á dag allan veturinn, og svo gaf jeg 2 öðrum
nokkuð eptir að kom fram yfir sumarmál. Yfir höfuð
fannst mjer alls eigi mega draga svo mikið af töðu-
gjöf kúnna fyrir hvert mjölpund, sem svaraði því, er
H. Kr. Friðriksson ráðgjörir. Jeg hafði glöggan reikn-
ing yíir nyt og fóður kúnna þennan vetur, eins og jeg
hef haft um nokkur undanfarin ár, og þegar jeg að-
gætti, hvernig hver kýr borgaði fóður sitt, eða hversu
marga potta hver þeirra gaf fyrir 100 pd. af töðu og
töðugildi (mjölið roiknað 1 pd. á móti 2 pundum töðu,
og útheyið 3 pd. móti 2 pundum af töðu), þá kom það
fram, að væna kýrin snemmbæra, sem ávallt að undan-
förnu hafði borgað fóðrið sitt bezt af kúnum, borgaði
það nú lakast. Að vísu legg jeg enga áherzlu á þcssi
úrslit ein út af fyrir sig, því vallt er að byggja á einni
athugan; en sama held jeg allir ættu að segja, sem
ekki hafa aðra reynslu um korngjöfina en þá, er þeir
fengu í harðindunum, og þeir ættu einnig að álykta
varlega eptir svo ónógri reynslu.
í ísafold IX. 22. (1882) er rækilega rituð grein um
korngjöf eptir yfirkennara H. Kr. Friðriksson, sem
margir benda á, þegar þeir halda korngjöfinni á lopt,
og jeg játa, að þeim er mikil vorkunn. Ritgjörðin er
vel rituð, sem við er að búast, og höfundurinn byggir
áætlanir sínar á margra ára eigin reynslu, og hann er
kunnur að því, að hugsa meira um fjárrækt og moðforð
á skepnum en margir aðrir embættismenn. Ályktanir
hans eru því þungar á metunum. Þegar jeg sá fyr-
nefnda ritgjörð, fannst mjer höfundurinn gjöra töðunni
of lágt undir höfði, að leggja 7 merkur af beztu töðu
úr stáli á móti 2 mörkum af rúgi, og að tiltölu líkt
móti öðrum korntegundum. Jog vildi samt ekki þá
koma fram með mótbárur móti þessum áætlunum, því
jeg vissi, að ritgjörðin var samin eptir beztu vitund og