Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 87
Um að safna fje.
85
auka útveg sinn; þannig keppa frumbýlingar jafnaðar-
lega eptir að auka svo bú sitt, að þeir liafi hæfilega
áhöfn á ábýlisjörð sína; formaðurinn keppir eptir að
eignast skipið sitt o. s. frv.; en þegar menn hafa náð
því takmarki, að hafa útveg sinn fullkominn, þá missa
menn hvötina til að safna meiru; þetta sjest einatt á
mönnum, sem græða töluvert fje í byrjun búskapar
síns, en gjöra svo eigi betur en halda við úr því; þetta
ætla jeg og að sje einna helzta orsökin til þess, að til
skamms tíma og sumstaðar enn hefir þótt almennari
fátækt í sjávarplássum en til sveita; sjávarbóndinn hefir
eigi keppt eptir meiru en eiga róðrarskipið sitt; hann
hafði þar þá eign, sem hann þurfti til að reka atvinnu
sína, en hafði einatt ekkert annað náið takmark eptir
að keppa; sveitabóndinn þurfti aptur jafnaðarlega mikið
meiri eign til að relca sína atvinnu, og hafði þvi eptir
henni keppt. Eins og kunnugt er, þykja verzlun og
iðnaður vera miklar auðsuppsprettur, og byggja menn
það á því, livaða auðlegð fylgir atvinnuvegum þessum
víða hvar, en jeg ætla, að þetta byggist eigi svo mjög
á því, að þeir sjeu í sjálfu sjer arðsamari en aðrir at-
vinnuvegir, t. d. kvikfjárrækt eða fiskiveiðar, heldur á
því, að það liggur nær við fyrgreinda atvinnuvegi, að
auka útveg sinn sem mest og þannig safna meiru og
meiru; jafnvel sá atvinnuvegur, sem í sjálfu sjer er
arðminni, getur, með því að gefa tilefni til meiri söfn-
unar, orðið fótur undir meiri velmegun, og á hinn
bóginn getur það, sem reyndar veitir meiri tekjur, orð-
ið tilefni til, að velmegun manna gangi til þurrðar, ef
menn freistast við það, til að afla minna, eða eyða
meiru. í útlöndum eru allvíða deildar skoðanir um
nytsemi frjálsrar verzlunar og mun tjeð atriði eiga eigi
all-lítinn þátt í því. Atvinna, sem eigi útheimtir
neina eign, t. d. vinna í annara þjónustu, freistar
manna einatt til að eyða öllum launum sínum jafnótt,
þó þau eigi sjcu í sjálfu sjer lítil; þannig hefir það