Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 47
Ferðir á suðurland.
45
við Látravík á Strönduœ. Sagt er og, að geirfugl hafi
verið á Geirfuglaskeri eða Hvalsbak út af Borufirði
fyrir austan.
Geirfuglinn hefir fyr á öldum verið miklu víðar en
við ísland. Steenstrup liefir fundið bein af geirfugli í
þeim sorphaugum fornþjóðanna, sem víða eru við
strendurnar í Danmörku, og á þvi sjest, að fugl þessi
hefir íyrir 3—4000 árum síðan lifað við strendur Dan-
merkur, en liefir dáið út löngu áður en sögur gerast.
Aðalheimkynni geirfuglsins var á 16. öld eyjarnar við
norðurstrendur Norður-Ameríku og við New-Found-
land. Flestir ferðamenn, sem þá fóru þar um í landa-
leit, gota hans ; en hann eyddist fljótt, af því að svo
hægt var að ná honum, og skipverjar drápu ógrynni
af honum og tóku eggin. Um það leyti fór að verða
mjög títt, að mörg skip, svo tugum skipti, fóru þangað
vestur til sela- og hvalaveiða, og fengu flest þeirra sjer
vistir á geirfuglaskerjum þessum; fuglarnir, sem ekki
gátu flogið, voru reknir svo hundruðum og þúsundum
skipti yfir segl út í skipin og svo drepnir; var þetta
mjög illt fyrir timgun fuglsins, því skipin komu ein-
mitt um varptímann. Snemma á 16. öld var geirfugl-
inn víðast við strendur Ameríku frá 47—50° norðl.
breiddar. Við Grænland voru geirfuglar, en þó sjald-
gæfir. Hinn seinasti var drepinn 1815. Á Færeyjum
voru geirfuglar þangað til um seinustu aldamót; þaðan
fjekk Olo Worm geirfugl um miðja 17. öld, og hafði
hann lifandi hjá sjer í Kaupmannahöfn; fuglinn var og
áður á eyjum við Skotlandsstrendur, og sást þar sein-
ast við St. Kilda árið 1829. Geirfuglinn sótti eigi
mjög langt til norðurs ; nyrzti varpstaður hans, sem
menn vita um, eru Geirfuglasker við Reykjanes.
Af Reykjanesi fórum við inn í Grindavík. J>ar er
enginn vegur, en eintóm hraun yfir að fara. Alstaðar
liggur hjer mesti urmull af rekatrjám í fjörunni og
lieyrir það allt undir kirkjuna á Stað í Grindavík; en