Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 65
Ferðir á suðurlandi.
63
ofan hlíðina ; iíklega er það þetta hraun, sem runnið
hefir niður hjá Herdísarvík, þó ekki sje jeg fullviss um
það; hefir það komið úr stórum gígum fyrir norðan
brennisteinsnámurnar og eru frá þeim miklar hraun-
traðir. Bauðleitur gígur er þar langstærstur, fjarska-
mikið gímald, um 350 fet á hæð; haun blasir við frá
Heiðinni há; suður af honum eru gígirnir við Iierl-
ingarskarð. |>að er eigi ólíklegt, að þegar þessir gígir
gusu. hafi myndazt Herdísarvíkur-hraun, af þeim eld-
straumi, er suður rann, og að úr nyrðri gígnum við
Kerlingarskarð hafi þá runnið nýrii hraunin, sem það-
an hafa komið, og runnið liafa yfir eldri hraunin niður
undir Helgafell. Úr Brennisteinsfjöllunum fór jeg niður
í Beykjavík.
Seinustu dagana í ágústmánuði skoðaði jeg jarð-
myndanir o. fl. í Mosfellssveitinni. Basalt er í fellun-
um, en dólerít á milli; á þvi eru víða ísrákir; sumstað-
ar eru margar aðrar ísaldar-menjar, leirbörð og melar.
Stærst eru melbörðin við Leirvogsá, 60—100 fet á liæð.
Þar vex blóðdrekkur (Sanguisorba officinalis) og mikið
af mjaðurt. Meðal annars skoðaði jeg laugarnar hjá
Reykjum og Beykjakoti. Par eru heitir lækir í mörg-
um kvíslum; kemur vatnið upp um smágöt; undir
bökkunum er hitinn víðast 40—70°, mestur var hann
82°. Jessir heitu lækir renna um möf, og er hún víða
orðin saman bökuð í hellu af livorahrúðri. Við kálgarð
á Beykjum er Beykjalaug (68° C.) og önnur eldri neð-
ar, hlaðin upp, en mjög kólnuð (18°). Alstaðar er
hjer jarðhiti og sprettur því ágætlega í kálgörðum;
jurtagróði er hjer mikill og margbreyttur við þessa
heitu læki; þar vaxa stórar græðisúrur, blöðin hálft fet
að þvermáli, prúnella o. m. fl., þar á meðal mjög
sjaldgæf jurt, sem jcg fyrst fann hjer með vissu á Is-
landi : nokkurs konar marghyrna (Polygonum lapathi-
folium).
í byrjun septembermánaðar fór jeg austur að