Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 56
54
Ferðir á suðurlandi.
bemt á móti Sogum liefir og verið jarðhiti, pví þav
sjest upplitað og sundur soðið móberg, og gufar upp
úr hrauninu fyrir neðan. Uppi á fjallinu suður af
leirhverunum, er jeg síðast nefndi, er vatn í dálítilli
hvylft og er kallað Grænavatn. Hin eiginlega Dyngja
er fyrir norðan Sogin; eru á henni tveir hnúkar úr
móbergi, hinn eystri breiður um sig og kollóttur, en
hinn vestari hvass og miklu brattari; djúp rauf er á
milli hnúkanna norður úr. Norður af eystri hnúknum
gengur langur rani, og úr honum hafa mestu gosin
orðið; utan í röndinni á rananum vestanverðum er röð
af fjarskalegum gígum. Hefir raninn klofnað að endi-
löngu og gígirnir myndazt í sprungunni; sjest sprungan
sumstaðar í móbeiginu og hallast hraunhrúgur gíganna
upp að eystri vegg hennar. Tveir syðstu gígirnir eru
langstærstir : hinn syðsti 236 fet á hæð yfir hraunið
fyrir vestan, og hallast 34°, en úr því taka við marg-
samtvinnaðir gígir norður úr, milli 20 og 30 að tölu.
Yestur af gígaröðinni er snarbratt, og hefir hraunið
fallið niður í samanhangandi fossi, fyrst úr sprungunni
og síðan úr gígunum, er þeir voru myndaðir. Hraunið
hefir verið svo seigt og runnið svo hægt úr sumum
af minni gígunum, að þeir eru eins og gleraðir pottar
með sívölum sljettum röndum; sumstaðar eru eins og
stampar af steyptu járni. Fyrir neðan gígaröðina að
vestan er löng sprunga og hefir líka runnið úr henni
seigfijótandi hraunleðja, svo barmar hennar eru allir
gleraðir af þunnum og þjettum hraunskánum. Uppi í
raufinni milli eystri og vestari hnúksins eru og gígir.
Úr öllum þessum gígum hefir komið afarmikið hraun-
flóð, og eru það upptök Afstapahraunsins, sem hraunin
frá Máfahlíðum hafa síðan runnið saman við. Hraunið
allt vestan við Dyngjuranann hefir sokkið við gosið
líkloga 100—200 fet. Beint norður af vestari Dyngju-
hnúknum er stór mjög gamall rauður gígur, rúm 70
fet á hæð (lialli 25°). Sunnan við þennan gíg, milli