Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 124
122
Um súrhey.
svo vel til heyslcapar, og vanalegrar heyverkunar, að
jeg gæti par engu bætt við, enda eru ýmsar ritgjörðir
til um pað efni; en opt lcoina svo langvinnir óþurrkar,
að engum telcst að þurrka heyin til hlítar, og slcemm-
ast þau þá með ýmsu móti, og þegar svo ber undir,
væri gott að geta reynt að verka heyið á annan veg.
í blöðum hafa sjezt við og við hin síðari missiri
ritgjörðir um nýja aöforð til að verka hey, nl. að gjöra
súrhey. Jeg segi nýja aðferð, elcki af því, að hún sje
óvanaleg eða óþeklct yfir höfuð, heldur af því, að lijer
á landi hafa fáir þeklct hana. Jeg hef heyrt, að nolckrir
muni hafa reynt aðferðina í fyrra sumar; en engar
skýrslur hafa sjezt um árangurinn, nema ein greinileg
skýrsla fiá Gísla bónda Sigurðarsyni á Fossi í Hrúta-
íirði, som sýnir, að honurn hefir tekizt vonum framar.
Pað hefði veiið mjög æskilegt, að allir þeir, sem til-
raunir hafa gjört, hefðu skýrt frá sinni aðfeið og öllum
atvikum, og svo árangrinum, því slíkt hefði getað gefið
öðrum beztu leiðbeiningar.
í sumar gjörði jeg í fyrsta sinni dálitla tilraun
með súrhey, sem hcfir heppnazt vel, og af því jeg álít
nauðsynlegt, að menn fari að veita súrheyinu eptir-
tekt, bæði vegna þess, að opt spillist milcið af heyfeng
manna vegna óþurrka, og svo vegna hins, að eptir því
sem túnræktinni fer meira fram, eptír því veiður al-
gengara að slá há, og sá til ýmsia fóðurjurta til slægna,
sem hvorttveggja er jafnan erfitt að þurrka seint á
sumri, þá ætla jeg ekki óþarft að bæta nokkru við
það, sem áður hefir vorið ritað um súrheyið, og skal
jeg þá byrja með því, að skýra frá tilraun minni.
Jeg Iiafði sáð noklcru af höfrum í flög í túninu,
til að fá þar slægju í sumar, og þegar að því lcorn, að
slá hafragrasið, eptir miðjan september, sá jeg, að eng-
in tök voru að þurrlca það, og lcorn svo í hug, að
reyna að gjöra súrhey úr því, ásamt noklcru af hálf-
blautu, sinubornu, seinslegnu móaheyi, og noklcru af