Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 68
66
Ferðir á suðurlandi.
hægt að komast upp á Skjaldbreið : hraununum liallar
smátt og smátt, og hvergi er bretta. og svo gömul eru
hraunin, og jöfn víðast hvar, að eigi verða þau að
farartálma, en af lagi fjallsins leiðir samt, að gangur-
inn er all-langur. J>egar vjer komum upp á Slcjald-
breið, ki. 10 um morguninn, urðum vjer frá oss numd-
ir, því að dýrðlegri útsjón er vart hægt að hugsa sjer.
faðan sjest yfir land allt, vestur á Snæfellsnes og
austur í Yatnajökul, en stórkostlegast var þó að sjá
Langjökul rjott fyrir norðan, glitrandi í sólskininu, með
risavöxnum skriðjöklum við Hagavatn, og mjallahvítar
fannabungur, svo langt sem augað eygði til norðurs og
austurs. Langjökull er hæstur að sunnan og vestan;
þar eru stór svört hamrabelti hið neðra, en jökull hið
efra; smáir skriðjöklar ganga niður, eins og bláhvítar
rákir, um skörðin á hömrunum; lægð sjest uppi í jökl-
inum á þessu sviði og fannbungur og hamrabelti í
kring; þar er þórisdalur. Austar hækkar jökullinn
töluvert; sjest þar hvergi á dökkan díl, en jöklinum
hallar öllum jafnt niður að láglendi; er þar einn sam-
anhangandi skriðjökull, frá Jökulkrók að vestan og
austur að Jarlhettum. Fyrir neðan jökulröndina eru
þrjú vötn og standa tvö þeirra á Uppdrætti íslands, en
eitt ekki. Hagavatn er stærst; upp af því gongur
langur og breiður hamrarani (Hagafell), snjólaus, langt
upp í jökul; hafa skriðjöklarnir klofizt um þetta fell.
Skriðjöklarandirnar ná sumstaðar niður á sljettu, og
eru þar flatvaxnar, en niður að vötnunum ganga þver-
hnýptir jökulhamrar, því að þar brotnar úr jöklunum,
og fjalljakar synda á vötnunum. Jökulrandirnar eru
víðast mórauðar af aur og sandi, grjóti og klettum, sem
jökullinn færir með sjer. Skriðjöklar þessir eru í tveim
samanhangandi spildum; nær önnur frá Lambahlíðum
að Hagafolli, en hin frá Hagafelli austur að Jarlhettum.
Jarlhettur standa utan í jökulröndinni; eru það livassir
móbergstindar, sundurtættir af verkunum vatns og snjóar.