Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 156
154
Um áburð.
inn nínndi blutinn, og af steinefnum mjög lítið. í’etta
breytist að vísu noklmð eptir aldri dýranna og öðrum
ástæðum ; en það sýnir þó, að ef jörðin fær allan þann
áburð, sem af fóðrinu komur, þá fær hún að mestu leyti
aptur boldgjafann og steinefnin, sem fóðrið tók frá henni.
J>ó að gæði áburðarins og efnasamband sje mjög bund-
ið við ástand fóðuisins, þá er þó ekki áburðurinn ætíð
jafnmikill eða jafngóður af sama fóðri. Margt er það,
sem befir áhrif og gjörir breytingu í þessu efni.
Öll dýr þurfa úkveðið fóðurmagn til að halda lík-
amanum við, og kalla menn það viðhaldsfóffur. Fái
skepnan ekki svo mikið, eyðist nokkuð af líkama benn-
ar til að viðhalda andardrættinum — hún leggur af —,
og fóðiið er sidtarfóður. Af sultarfóðri verða saurind-
in bæði lítil og frjóefnasnauð, því líkaminn dregur til
sín allt, sem uppleysanlegt er í fóðrinu, en skilar litlu
aptur, því efnasldptin og endurnýjun líkamans gengur
seint, ef skopnan er svelt. Fái skepnan meira fóður en
hún þarf til að haldast við, þá leggur hún það, som
fram yfir er, annaðhvort í fitu, mjólk eða erfiði; er það
fóður kallað framleiffslufóður, og af þessu fóðri kemur
langtum auðugri áburður en af sultarfóðrinu, og jafnan
betri en af viðhaldsfóðrinu. Pegar skepnan er velfóðr-
uð, fcr ávallt nokkuð af ónotuðum efnum burt aptur
með saurindunum; einkum eru mikil brögð að þessu, ef
skepnan er að fitna ; þá gengur líka endurnýjun líkam-
ans örara, og mikið af brúkuðum holdgjafasamböndum
og söltum fer burt úr líkamanum. Þess vegna er taðið
undan eldishe.'tum einhver sá bezti áburður, sem vjer
eigum kost á ; en faðið undan útigangshrossum aptur
á móti kraptlítið og ljelegt.
Eptir því sem fóðrið 1 sjálfu sjer er kraptmeira,
eptir því verður áburðuiinn jafnan betri. Pað hefir
verið sýnt og sannað, að þvagið, sem kom epfir töðu
og kornfóður, hafði helmingi meira af föstum efnum,
og 27á sinnum meira af holdgjafa, holdur en það þvag,