Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 10
8
Ferðir á suðurlandi.
Jiverá1. Borgarfjörðurinn er enn svo langur, þó grunn-
ur sje, af því að Hvítá ber svo lítinn jökulaur. Al-
staðar annarstaðar á landinu falla j ölculár út í stutta
firði, því þó þeir ef til vill liafi upprunalcga verið
langir, þá fyllast þeir fljótt af árburði.
Hinn 22. júní fór jeg upp að Hreðavatni til að
skoða kolin þar. í Stafliollstungum neðan til er lands-
lagið líkt og í Borgarfirði, bolt og klappir hjer og hvar
og mýrarsund á milli. Yið fórum yfir Norðurá á
Brekkuvaði og riðum svo upp með henni að vestan;
áin fellur þar fyrir ofan í þröngum gljúfrum, og brýzt
í gegnum berghapt það, sem takmarkar Norðuiárdalinn
að framan; fyrir ofau það eru sljettar eyrar í dalnum.
Berghapt þetta gengur frá endanum á Grjótliálsi yfir
undir Vikrafell; skiptist það í mörg smáfell skógi vax-
in; í því er basalt og klappirnar mjög víða með ísrák-
um. Ofarlega í gljúfrunum, litlu fvrir neðan Brókar-
hraun, eru 1 klettunum fyrir austan ána margvíslega
bognar basaltsúlur; |iær eru mismunandi á þykkt á
ýrnsurn stöðum og tvinnast saman eins og ormar með
bugðum og hlykkjum. Stuðlaberg með þeim hætti er
mjög óvíða. Landslag er við neðri endann á Hreða-
valni Ijómandi fagurt: fellin öll skógi vaxin og hríslur
á hverri snös og breiða limið út yfir vatnið. J>ví nær
sem dregur bænum, því minna verður um skóginn;
þetta er víðast svo á Islandi, því allur sá skógur, sem
næstur er bæjunum, og sem gæti verið til mikillar
prýði og mesta gagns, er miskunnarlaust tættur og
rifinn; en letiu er því til fyrirstöðu, að eins sje skemmt
það, sem fjær er. Töluverður vegur er frá bænum upp
að kolanámunni; liggur hún upp til fjalla hjer um bil
1200 fet yfir sjó, efst í dálitlu dalverpi norður og aust-
ur af Vikrafelli. Sel er í dalnurn, og u)ip frá selinu í
i) Sbr. Kr. K§.lund: Bidrag til en hist.-topogr. Beskrivelse af
Island I. bls. 303-306.