Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 52
50
Ferðir á suðurlandi.
upp öxlina. Hún er miklu dökldeitari en borgið í kring,
af því að hún er mestmegnis úr kolsvörtum liraun-
molum pegar ofar dregur verður miklu brattara; þar
er lausaskriða ofan á, en sumstaðar sljettar móhergs-
klappir; þó má nokkurn veginn festa fót á þeim, því
smáir hraunmolar standa út úr móberginu eins og odd-
ar og gora það hrufótt. Gokk nokkuð örðugt að sneiða
sig upp skriðurnar og móbergsklappirnar, en þegar
kom upp á dólerít-ldappirnar var það allt ljettara.
Efst er Keilir lítill um sig, og er þar lítill flatur
kringlóttur melur, og varða á melnum, sem líklega
hefir verið byggð þogar strandmælingarnar voru gjörð-
ar. Móbergið í Keilir er mjög einkennilegt og óvana-
lega ljett; kemur það af því, að í því eru víða vikur-
molar í stað basaltkenndra liraunmola, sem optast eru
í móbergi. Keilir stendur einstakur upp rir afarmikilli
hraunbungu, sem befst uppi við Fagradalsfjöll, en hall-
ast jafnt og þjett niður að sjó; úr Njarðvík og af
Suðurnesjum sjest þessi hraunbunga glöggt, því þaðan
tekur rönd hennar sig upp yfir lægri hraunin, sem ut-
ar eru á nesinu. Af Keilir gjörði jeg ýmsar mælingar.
faðan er bezta útsjón yfir Reykjanesskagann, Innnes
og Faxaflóa; sjest þaðan allt frá Eldey og austur í
Kálfstinda. þaðan sjcst vel, að Strandahraunin gömlu
koma úr krikunum uppi við Fagradalsljöll, en eigi varð
jeg þar var við gígi. Sumir kalla hraunin vestur af
Keilir þráinskjölds- eða fráinskallahraun. Nýleg hraun
hafa á einum stað fallið frá Fagradalsfjöllum vestan við
gömlu hraunin, er Keilir stendur á; ná þau að vestan
hjer um bil saman við Eldvarpahraun, en hafa faliið
niður fyrir Yogastapavatn að austan. Dálítill hver
sjest í hrauninu fyrir ofan Yogastapavatn; gufustrókur
stóð þar beint upp í loptið. Ágætlega sást yfir hraun-
in lijá Selvöllum, Trölladyngjuhraunin og hraunin frá
Undirhlíðum og Máfahlíðum. Afstapahraun hefir runnið
alveg niður í sjó hjá Kúagerði og armur úr því nær