Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 37
Herðir á suðurlandi.
35
Björn Guttormsson, sem bjó á Útskálum scint á 14.
öld, gaf' Skálholti nokkurn liluta af jörðinni fyrir sál
sonar síns, og er þá getið um sáð á nesinu; eins er
mælt, að akrar hafi verið í Sandgerði. Kirkjujörð frá
Útskálum, er hjet Naust, er nú eydd, og brotið landið,
og er sker rjett fyrir utan Útskála þar, sem bærinn á
að hafa verið. Suður með sjó, alla leið suður í Hafnir,
er mikil byggð og mörg hverfi, t. d. Kirkjubólshverfi,
Klapparhverfi, Sandgerðishverfi, Hvalsnesshverfi og Staf-
nesshverfi. Ströndin liggur lijer fyrir opnu hafi, og
hefir sjórinn brotið mikið af henni; fram með strönd-
inni allri eru því ótal rif, sker, íiúðir og hólmar, og
er gras á sumum. Mjög flæðir langt út, og cr fjaran
full af þangi og þara ; liggur þangið alstaðar í stórum
kösum og görðum, og sumstaðar hefir jafuvel myndazt
nokkurs konar jarðvegur af rotnuðu þangi; líkist hanu
nokkuð mó, og klýfst í þunnar fiögur eptir þanglögun-
um. Dólerít er lijer alstað.ar undir, en grasivaxnar
sandhreiður ofan á. Sumstaðar er hvítur skeijasandur
þakinn muru (Potentilla auserina), og hinir rauðu
stönglar, sem liggja flatir með jörðu, vaxa svo þjett á
sandinum, að þar eru eins og rauðir blettir. Víða sjást
hjcr leifar eptir gamla byggð, garðhleðslur og þess
konar. Kyrir sunnan Stafnes ganga inn Ósarnir, og
skiija Suðurnesin frá Höfnum. Ósar þessir eru mjög
langir og krókóttir, meö ótal vogum og víkum. Litlu
fyrir sunnan Stafnes var áður liöfn og kaupstaður, er
hjet Bátsandur (Bátsendar); en verzlunarhúsin eyddust
þar gjörsamlega í stórflóði 1799. Garðar og rústir
sjást þar enn. þórshöfn er iitlu innar; þar er á surnr-
um verzlun í iausakaupum. Hjá þórshöfn sá jeg í
sandbörðum vikurlag; lagið var 1—2 þumlunga á þykkt
og tveggja fcta roksandslag ofan á, vaxið melgrasi.
Vikurinn var nærri allur svartur basaltvikur, on ein-
stöku hvítir molar af trachýt-vikri innan um. Vikur
þessi er ellaust sjórekinn úr gosum þeim, sem orðið
3*