Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 35
Ferðir á suðurlandi.
33
cru skeljabrofc (allt Saxicava). Fyrir ofan Leiruna eru
þjett, leirkennd lög af sömu myndun, en fiest brotin í
sundur og tvístruð. Norðurhluti Reykjanesskagans, allt
suður í Hafnir, er myndaður úr þessu dóleríti, og sjest
það þar, sem hraun ekki hyija; lijeldu menn áður, að
það væri að eins á litlum parti í kringum Reykjavík.
Austan til eru hraun víðast ofan á, en fyrir utan
Yogastapa er hrauniaust allt suður að ósununr, er
ganga inn fyrir norðan Hafnir.
Frá Hvaleyri vestur að Vogastapa (208') oru ein-
læg hraun mjög gömul og kaliast einu nafni Almenn-
ingur; þau hafa flest komið ofan frá Fagradalsfjöllum; þó
sjást fá af eldvörpum þcim, sem þau hafa komið úr,
því lopt og lögur hafa eytt þeim, og jafnað yfir á
löngum tíma. Tvö hraun eru yngri. og hafa þau runn-
ið út í sjó : Kapelluhraun úr Undirhlíðum, gengur það
fram á milli Hvaleyrar og Hraunsbæja, og Afstapa-
hraun; hefir það fallið frá Trölladyngju niður í sjó
milli Hraunbæja og Vatnsleysu. J>essi nýrri hraun eru
mjög úfin, mosavaxin, en að öðru leyti gróðurlaus; cldri
hraunin eru miklu grasgefnari og er í þeim sumstaðar
dálítið skógarkjarr. I hraunum þessum er því nær al-
staðar vatnslaust, en allmikið vatn kemur undan þeim
við sjóinn í fjörunni, t. d. við Hraunbæina. Hvergi er
grasi vaxið undirlendi og allt er hraun hoim að bæjum.
Hverfi, eða þorp, eru hjer alstaðar fram með sjónum,
og mjög mannmargt, enda eru hjer einhver hin mestu
fiskiver á íslandi; bændur eru margir efnaðir, og bygg-
ingar eru hvergi jafngóðar á íslandi: svo að segja
eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin; þó eru gamal-
dagskofar innan um á stöku stað. IJó nú útvegsbændur
sje margir ágætlega vel efnaðir, þá er þó mikill fjöldi
af blásnauðu fólki innan um og meiri munur á efna-
hag manna en víða annarstaðar. Bóldeg menntun or
hjer á mjög lágu stigi; að minnsta kosti cr fjarskaleg-
ur munur á fólki hjer um slóðir og í ífingeyjarsýslu
Andvari X. 3