Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 206
204
Um áburð.
af þossunn cfnum, og gjöra úr þeim kraptmesta áburð.
Hryggir, illslóg, ýsuhausar, hrognkelsaslóg, síldarslóg,
grútur, og hvers konar annar úrgangur úr fiskifangi,
sem tilfellur í verplássum, er hinn kraptmesti áburður,
sem fengizt getur, og að efnasamsetningu fíkastur fugla-
drít; hefir hann í sjer mikið af holdgjafa, kalíi og fos-
fórsýru, og þar að auki er auðvelt að leysa hann sund-
ur, og breyta honum í jurtanæringu. Síidarúrgangur,
hrognkelsaslóg, grútur og allur annar beinlaus úrgang-
ur er holdgjafamestur og auðleystastur; en hryggir,
hausar og annað beinakyns hefir minna að tiltölu af
holdgjafanum, en aptur miklu meira af fosfórsúru kalki.
Hvervetna er öllum þessum úrgangi vandlega haldið sam-
an í öðrum löndum, og víðasthvar er því blandað sam-
an við mold, og látið rotna þar og verða að hentugum
áburði. En sumstaðar, þar sem mjög mikið kemur sam-
an af því á einum stað, hafa verið reistar verksmiðjur
til að gjöra verzlunarvöru úr fiskiúrganginum. Er þá
hausar, liryggir og hver annar úrgangur þurrkað fyrst
og mulið svo í smátt dust. og selt síðan eins og beina-
mjöl eða fugladrítur. og kallað «fiski-gúanó», því að
efnasamsetningu líkist það mest góðum fugladrítsteg-
undum ; en það verkar ekki eins íljótt, því holdgjafinn
er þar að mestu leyti í sínum upprunalegu samböndum,
en í fugladrítnum eru holdgjafasamböndin fyrir löngu
ummynduð í stækindis-sölt.
Sumstaðar hjer á landi, einkum á suðurlandi, er
miklu af' fiskiúrgangi haldið saman, og ýmist íleygt í
gryfjur til að rotna þar og svo borinn á, eða honum er
strax dreift nýjum um túnin, og þykir hvorttveggja vera
góður áburður; einkum er þó hrognkelsaúrgangurinn orð-
lagður fyrir, hvað vel sprottur undan lionum, og er það
eðlilegt, því að í honum er opt mikið af hrognum, og
þau eru sjerlega holdgjafamikil, og svo er hrognkelsa-
úrgangurinn allur svo fijótur að rotna og uppleysast, að
þegar hann er borinn á á vorin um sumarmál, þá er