Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 187
Um áburð.
185
vil jog nú sýna, hversu mikil taða ætti að fást eptir
ársrnykju kýrinnar, reiknað optir efnunum í hvoru-
tveggja. Eptir því, sem að framan liefir verið sagt, er
í 70—80 hestum af nýrri mykju hjer um bil 81 pd.
af holdgjafa, 11 pd. af kalí og 24 pd. af fosfórsýru.
En í 200 pundum (vænum hesti) af töðu er gjört ráð
fyrir að sje að meðaltali 3 pd. af holdgjafa, 3 pd. af
kalí og 0,74 pd. af fosfórsýru. Holdgjafinn í árstaði
kýrinnar er eptir því nógur í 10 hesta af töðu, fosfór-
sýran margfalt moiri, en kalíið ekki fullkomlega í 4
hesta; vantar þá kalí í 2 3 hosta, til þess að fá það,
sem sjera Guðmundur áætlar. í 2—3 hesta af töðu
þarf (i—9 pd. af kalí, og þetta er ekki nema Vl2 " V 8
af öllu því kalíi, sem er í þvagi kýrinnar. Ef nú
Vl2 lU af þvaginu fer með mykjunni út á túnið, þá
er komið nóg af öllum efnutn í þessa 6—7 töðuhesta,
og þar að auki er þar komið nóg af holdgjafa í 3—4
hesta og af fosfórsýru í margfalt fieiri, sem hvort-
tveggja verður að liggja ónotað í jörðunni, ef kalíið
vantar. En fái jörðin allt þvagið með mykjunni, þá
fær hún nóg af kalí móti öllum holdgjafanum, og þá
getur hann komið allur að notum. Inspektor P. Feil-
berg hefir látið rannsaka fáeinar jarðtegundir frá ís-
landi, og má af þeim rannsóknum ráða, að jarðvegur-
inn í túnunum muni vera afar-auðugur af holdgjafa og
fosfórsýru; en liversu mikið sjo af kalí, verður ekki af
sjeð af jarðprófum þessum. Túnin hafa um langan
aldur ekki fcngið annan áburð en kúamykju, og hún
hefir meira í sjer af holdgjafa og fosfórsýru, í saman-
hurði við kalíið, en svarar því hlutfalli, sem er á milli
efna þessara í töðunni. pað er því mjög líklegt, að
túnin vanti kalí og grasið geti þess vegna ekki gróið
vel, þó gnægð sje af holdgjafa og fosfórsýru. Að þessu
yfirvoguðu finnst mjer verðgildi áburðarins, eins og það
er reiknað hjor að framan, ekki of hátt sett; og ef
maður reiknar, hvað frjóefni taðsins og þvagsins til