Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 69
Ferðir á suðurlandi.
67
I'ogar dregur norður undir Hvítárvatn, hækkár jökullinn
aptur töluvert, og er eintómar samanhangandi snjó-
bungur norður eptir, svo langt sem sjest. Móberg
sýnist alstaðar vera undir jöklinum; kemur það fram í
Lambahlíðum, Hagafelli, í ýmsurn smáfellum þar fyrir
neðan og víðar. Uppi í jöklinum, norðaustur af Skjald-
breið, sjest lítill tindur, líklega eldgígur. Austur af
Jarlhettum sáum vjer mikinn og báan fjallaklasa og
jökul; það eru Kerlingarfjöll við röndina á Blágnýpu-
jökli, en svo beitir suðvesturröndin af Hofsjökli. Vestur
af sjest yfir bálendisheiðarnar upp af Borgarfjarðar-
sýslu; eru þar bungur og dældir, og þverbnýpt fjöll
fram af, tindar sumstaðar og fi'alladyngjur: Kvígindis-
fell, Súlur, Ármannsfell og ótal fleiri fjöll. Vötn eru
víðast í dæidunum og sum stór: Reyðarvatn, Uxavatn,
Hvalvatn og fleiri. Dólerít er víðast ofan á í beiðum
þessum, en móberg undir, og komur fram neðar. Til
suðurs og vesturs sjást Reykjanesfjöllin öll og braun-
breiðurnar óslitnar niður að Jnngvallavatni og vatnið
heiðblátt, titrandi í sólgráð fyrir neðan. Suður af
Skjaldbreið eru tvær raðir af móbergstindum niður að
bálendisbrúnum, Tindaskagi vestar, cn Kálfstindar
austar. Skriða er mikið fjall næst Skjaldbreið og þver-
hnýptir bamrar í kring ; þar suður af ganga Klukku-
tindar og svo Kálfstindar. Milli Tindaskaga og Kálfs-
tinda eru braun, en engin austur af Skjaldbreið. Suður
og austur af Skjaldbreið sjest Suðurlands-undirlendið
allt, eins og landabrjef, sljettur, smáfell og bungur, ár
og vötn; Torfajökull, Hekla, Mýrdalsjökíill og ótal fjöll
fleiri. Yzt við sjóndeildarhringinn í austri hyllir undir
hvíta ræmu; það er Skaptárjökull og smátindar svartir
uppi í jöklinum; á milli lians og Skjaldbrciðar er ein-
læg ílatneskja uppi á hálendinu, hvergi mishæðir, svo
teljandi sje. Suður af Skaptárjökli sjest í fjarska tinda-
röð; það eru Skælingar, að jog held, og Uxatindar.
6*
i