Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 109
Um alþýðumenntun.
107
3. Grasafrœði; fræðir hún um ytra og innra bygg-
ingariag jurtanna, um eðlisháttu þeirra og þarfir, og
það þarf sá allt að þeltkja, sem hugsar um að rækta
þær; líka er viðkunnanlegra fyrir hann að þekkja jurt-
irnar með nafni, þekkja þær hverja frá annari, einkum
fóðurjurtirnar og aðrar þær jurtir, sem hann á mesta
sameign við. 4. Dýrafrœðin og einkum húsdýra-
fræðin, sem lýsir hinu ytra byggingarlagi húsdýranna,
og kennir að dæma um kosti þeirra eptir ytri einkenn-
um; einnig hinu innra byggingarlagi, og kennir með
því að fóðra þau og hirða samkvæmt eðli þeirra. Hún
gjörir einnig grein fyrir kostum ýmsra dvrategunda, og
hvernig kynbótum sknli haga. 5. Steinafræði og
einkum jarðlagafræði, sem kennir að þekkja ekki
einungis frumpaita klettanna, sem fjöllin eru byggð
af, heldur einnig, hvernig og hve nær þau eru mynduð;
hvernig mýrar og vall-lendi, sandar og melar, urðir og
skriður, hraun og hálsar, er til orðið; og hvernig nátt-
úruöílin hafa breytt útliti landanna á ýmsum tímum
og breyta því daglega. 6. Hagfræði, einkum í því, er
snertir landbúnað og dazkg viðskipt.i manna, og um
lúreikninga. 7. Ymsar tegundir reikningslistarinnar.
Auk þessa þarf að kenna sjerstaldega um verkfærin, á-
burðinn, framskurði, vatnsveitingar, ræktun ýmsra sáð-
jurta, garðrækt og fl. Sá, sem teljast vill verulega
fróður í búnaðarvísindum, þarf að þelckja allt þetta, og
ýmislegt fleira, og er þetta allt kennt í erlondum bún-
aðarskólum, nokkurn vcginn nálcvæmlega í liinum full-
komnu og vísindalegu, on einungis ágrip af því flostu í
smærri skólunum, er einkum hafa þá stefnu, að gjöra
menn vel færa í hinu verklega. Af því að þessar vís-
indagreinir eru grundvöllurinn undir öllu hinu verklega,
og af því að vinnan og búskapurinn yfir höfuð er
allopt ánægjulítið og arðlítið hasl, ef upplýstur
skilningur stjórnar ekki störfunum, þá er allt eins
nauðsynlegt að kenna þær í búnaðarskólum bjer á landi