Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 8
Prestafélagsritið.
Vinnuveitandi og verkamenn.
3
verkamenn; og hann valdi ekki fáeina úr hópnum, sem hann
hitti á torginu, heldur tók þá alla og samdi við þá um dag-
kaupið. Og svo gengur hann aftur út um dagmálin og hádegið
og nónbilið, og altaf er áhugamálið hið sama: að fá þá í
vinnu, sem enn standa iðjulausir eða vinnulausir. Og ekki
einu sinni þetta nægir honum; hann gerir enn eina tilraun.
Einni stundu fyrir miðaftan gengur hann enn út á torgið. Þá
er ekki eftir nema einn tólfti hluti vinnudagsins, og enn leigir
hann nýja verkamenn, sem hann finnur verklausa. Það er
bersýnilegt, að þessum húsbónda eða víngarðseiganda var það
ástríða, að fá iðjulausa menn til að taka upp heiðarlega vinnu.
Minnumst þess með lotningu og þakklæti, að svona hefir
Kristur lýst fyrir oss sínum og vorum himneska föður. Hvílíku
ljósi varpar þetta yfir afstöðu vora til vinnunnar! ]esús lýsir
þessu yfir: Guð hefir starf handa öllum og hann þráir, að
allir komi og vinni eða þjóni honum. Guðs hönd hefir aldrei
ritað: »Oss vantar enga menn. Ekki til neins að leita hingað*.
Það má líta misjöfnum augum á vinnuna. Borgarlýðurinn
lítur nokkuð öðru vísi á hana en sveitafólkið. í borgunum
gætir stéttamismunarins meira og þar kemur skifting vinn-
unnar meira í ljós. Þar er og meiri mismunur á fátækum og
ríkum. í sveitunum vinna allir með líkum hætti, og þar taka
svo að segja undartekningarlaust allir þátt í hinni líkamlegu
vinnu. í bæjunum vinna aftur á móti miklu fleiri með höfðinu,
sem svo er nefnt, og þeir greinast þar frekar frá verkalýðn-
um, er vinnur aðallega með handaflinu. — Og nú hættir
ýmsum við að líta svo á, að hinir iðjulausu séu flestir meðal
hinna efnuðu; en að það séu aðallega hinir stritandi verka-
menn sem starfi, sem afkasti verulegri vinnu. En gerum oss
það ljóst, vinir mínir, að iðnir og öflugir verkmenn eru til
bæði meðal auðugra og fátækra. Margir efnamenn eru mjög
starfsamir og afkastamiklir, og sumir eiga það frábærri iðju-
semi sinni að þakka, að þeir efnuðust. Eins eru til iðjuleys-
ingjar meðal hinna fátæku. Margur maðurinn hefir orðið ann-
ara byrði fyrir ódugnað sinn og fyrirhyggjuleysi og léttúð. Nei„
ágætir verkmenn og stáliðnir eru til í báðum flokkum, bæði