Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 96
Prestaféi.gsritiB. Þrjár Norðurlanda kirkjurnar.
91
komu og afskiftum af kirkjulegu einingarmálunum og hafa
hlotið verðskuldaða sæmd fyrir.1)
Þá sný ég mér að kirkju Noregs. Dr. Berggrav talaði um
kristnilýð Noregs (Norges Kristne). Með því var átt við, að
einstaklingslundin væri þar ríkust og gæfi norsku kirkjunni
séreinkenni sitt.
Þegar litið er til lands þess, er Norðmenn byggja, með
fjöllum og afskektum dölum, strjálbýli og erfiðum samgöngum
víða hvar, þykir mönnum ekki svo mjög undarlegt, þótt ein-
angrun hafi mótað einstaklingslund fremur en í þéttbygðu
löndunum og flatlendari. Segja menn að lýðveldishugsunar-
háttur sé ríkur meðal Norðmanna, en óbeit á því, að láta
fáa menn ráða. Ber því mikið á valdi leikmanna víða innan
norsku kirkjunnar og hafa þeir réttindi, sem annarstaðar ekki
tíðkast, t. d. til að taka til altaris, og vilja einnig fá réttindi
til að skíra fullgildri skírn.
Mikill trúaráhugi er til hjá norsku þjóðinni og ber mikið
á margvíslegri starfsemi innan norsku kirkjunnar. Hefir safn-
aðsstarfsemi aukist mikið siðari árin, safnaðahús reist í fjölda
af kaupstöðum, og þar orðið miðstöð þeirra manna, sem vinna
að líknarstarfsemi í söfnuðunum, að útgáfu kristilegra og
kirkjulegra rita, að því að prýða kirkjur, fegrakirkjusongo.fi.
— Þá er einnig margskonar félagsskapur, er annast trúboðs-
starfsemi. Safna þeir miklu fé og leggja fram mikla vinnu.—
Ber allur slíkur félagsskapur þess greinilega vott, að kristin-
dómurinn hefir fest djúpar rætur í norskum jarðvegi og þykj-
ast menn geta rakið áhrif Hauges og stefnu hans í því,
hvernig trúarlífið víða hefir mótast hjá kristnilýð Noregs.
i) í áttunda árg. Prestafélagsritsins 1926 geta menn lesið nánar um
kirkjuþingið í Stokkhólmi, í ritgerðum þeirra séra Bjarna Jónssonar
dómkirkjuprests og séra Friðriks J. Rafnar, sem voru fulltrúar kirkju
vorrar á þessu merkilega alheimsþingi.