Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 220
206
Magnús ]ónsson:
PresisfélagsritiB.
um. Það er eitt slíkt verkefni, sem biskupinn hefir hér leyst af hendi
með því að rita og koma á prent þessari kristnisögu íslands.
Það er í raun og veru ærið einkennilegt, að kirkjusaga fslands skuli
ekki fyr hafa verið rituð á íslenzku, en þetta er þó sannleikurinn. Kirkju-
saga íslands hefir að vísu verið skrifuð áður, og þaö svo myndarlega,
að sú bók er eitt af merkustu sagnaritum, sem samin hafa verið af ls-
lendingum. A ég þar við kirkjusögu Finns biskups Jónssonar, sem Pétur
biskup Pétursson síðar bætti við. En alt það mikla sagnaverk er ritað á
latínu. Og auk þess er það nú orðið úrelt og ófullnægjandi og aldrei við
alþýðu hæfi, jafnvel þótt málið hefði ekki bagað.
Dr. Jón biskup stóð allra manna bezt að vígi til þess að rita þessa
kristnisögu íslands. Hann kendi um margra ára skeið kirkjusögu við
Prestaskólann og Háskólann, er margfróður sögumaður, og hafði, áður
en hann tók aö rita þessa bók reynt sig á þessu verkefni hvað eftir
annað, að rekja feril íslenzku kirkjunnar á öllum öldum. Síðast ritaði
hann á dönsku kristnisögu íslands, sem er í mjög svipuðu sniði og þessi
íslenzka kristnisaga, en þó talsvert styttri og sniðin eftir þörfum danskra
lesanda. En þó að íslenzka kristnisagan sé engan veginn nein þýðing
þeirrar dönsku eða samin upp úr henni, heldur sé alveg sjálfstætt verk,
þá hefir þó starfið að þeirri bók glöggvað alla drætti fyrir höfundinum,
sýnt honum verkefnið nákvæmlega og orðið eins og undirstaða hins og
einhver bezti undirbúningur, sem hugsast gat.
Þessi kristnisaga íslands er í tveim bindum. Fyrra bindið er um
kristnihald þjóðar vorrar fyrir siðaskifti og er 270 + VIII. bls. Skiftir
höf. efninu í 6 stóra kafla auk inngangs, og sýnir sú skifting í stórum
dráttum þróunarferil kirkjunnar hér á landi á kaþólska tímanum.
Fyrst er inngangur, þar sem skýrt er frá kristni á íslandi f öndverðu.
Er þar um „papana", eða írsku einsetumennina, sem hér voru fyrir,
þegar norrænir menn komu fyrst til íslands Því næst er sagt frá kristn-
um landnámsmönnum, hvernig trú þeirra var varið og hvernig kristnin
kulnaði bráðlega út svo að „landið var alheiðið nær hundraði vetra".
En höf. sýnir að þetta má þó ekki skilja of bóksiaflega, því að bæði
hélzt kristni hér að minsta kosti í ætt Ketils fíflska, og svo stóðu lands-
menn jafnan í sambandi við kristnar þjóðir, og það gat ekki verið
með öllu áhrifalaust.
Fyrsta kaflann kallar höf. „Kristniboðstímann", og er það kaflinn frá
því er þeir Þorvaldur Koðránsson og Friðrik biskup koma hingað 981
og til þess er kristni var lögtekin árið 1000. Segir þar einkum frá
viðburðunum á alþingi árið 1000, og mun seint takast að ráða þá
oátu til fulls, hvað þeim viðburðum réði, vegna þess, hve sagnir eru
stuttorðar.
Annar kaflinn heitir: Kristnin festir rætur, 1000—1121. Er fyrst sagt
frá erlendu biskupunum hér á landi og því, er menn tóku að reisa hér