Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 103
98
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið
fræðinga sem presta sína (sbr. Lomh. Thomsen: Dansk Hirke-
liv 1923—1926 í Norsk teol. tidskr. 1926).
Margt fleira mætti segja um kirkjulíf Norðurlanda kirknanna
þriggja, en hér verður að láta staðar numið. Er bersýnilegt af
því, sem sagt hefir verið, að margt getum vér lært af systra-
kirkjum vorum; að vísu er sumt þar til varnaðar, t. d. þröng-
sýni og flokkadeilur, en fleira til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Norðurlanda kirkjurnar allar eru starfandi kirkjur, og þeirri
starfsemi er gott fyrir oss að kynnast, því að margt má af
henni læra, þótt aðstæður séu aðrar hér og alt í smærri stíL
Að öðru leyti eru það þrjú merldleg atriði, sem þessar
þrjár Nordurlanda kirkjur undirstrika og benda hverjum þeim
á, er af þeim vill læra.
Fyrsta atriðið — það atriðið, sem kirkja Noregs undir-
strikar bezt — er nauðsyn þess, að kristindómurinn nái til
einstaklingsins. Kristindómurinn verður um fram alt að vera
einstaklingskristindómur. Hver og einn stendur og fellur
herra sínum.
En einstaklingurinn má ekki einangra sig um of frá öðr-
um, hvorki með einræningshætti né þröngsýni. Kristindómur-
inn er ekki aðeins einstaklingsmál, heldur einnig félagsmál,
sem krefst samvinnu og bróðurlegs samfélags. Þetta var ann-
að atriðið — það sem kirkja Danmerkur undirstrikar bezt —
að kristindómurinn er einnig safnaðarmál. Nauðsyn þess, að
sem mest og bezt samvinna sé innan hvers safnaðar uffl
kristindómsmálin.
En þriðja atriðið — það sem kirkja Svíþjóðar undirstrikar
bezt — er, að kristindómurinn þurfi líka að ná til hverrar
þjóðarheildar. Þjóðin verður um fram alt að standa saman í
þessu mesta velferðarmáli hennar, þegar ræða er um trú
hennar, siðgæði og mannúðarmál. Kirkju hvers lands ber að
stefna að því, að verða þjóðkirkja í sannri merkingu þess
orðs, kirkja, sem rekur erindi Krists á þann hátt, að áhrif
frá honum nái til hvers einasta mannsbarns meðal þjóðarinnar.