Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 168
154
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
horfir út á haf dauðans fram undan og hann veit, að senn
er komið að sólarlaginu, þegar dimmir af nóttu. En hann
óttast ekki njólu dauðans, né húmsali hans, því að hann felur
sig valdinu himneska! Hann minnist þess, er hann var ungur
og heimfús skólasveinn. Nú hefir hann öðlast aftur sama
traustið, hugrekkið og vorhugann, er hann horfir móti dauða
sínum, eins og þegar hann var ungur að hverfa, með hlakk-
andi vorhug, heim til sín, frá námsvist sinni. Þar veit hann
að hin síþyrsta og síunga sál sín fær svölun, heima hjá
föður ]esú.
Hvað er fegurra, en að eiga síþyrsta sál? Og hvað gæti
verið unaðslegra, en að fá þorstanum eilífa fullnægt?
Þorstinn er aðalseinkenni mannanna. Eitt hið ágætasta skáld
veraldarinnar hefur ort höfuðskáldrit sitt til að vegsama þetta
aðalsmark. Ætti ég að velja barni mínu eða fermingarbarni,
eða öðrum vini mínurn, eina ósk, þá veit ég ekki hvers ég
ætti að óska fremur, en að hann fengi jafnan átt síþyrsta
ijóssál.
En hverja síþyrsta ljóssál vil ég minna á orð, sem letruð
eru gullstöfum yfir dyrum hins elzta og merkasta guðshúss,
sem þjóðin á: »Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og
drekki!« (Jóh. 7, 37.).
Þau orð minna mig aftur á önnur orð Jesú: »Komið til mín!«
Ég undrast mörg orð Jesú Krists. Ég undrast frásöguna
um yfirnáttúrlega fæðingu hans og komu í þennan heim. Ég
undrast frásöguna um ummyndan hans, upprisu hans og
himnaför. En ég undrast ekkert af því meira, en þessi orð:
»Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir,
og ég mun veita yður hvíld!« (Matth. 11, 28.). — Að hann
skuli geta litið yfir alla hina margvíslegu eymd mannanna,
syndir þeirra, mctlæti og sorg, allar þeirra áhyggjur og erfið-
leika, allar þeirra duldu og dánu vonir og alt það, sem lagt
er á mannshjartað leynt og ljóst, og á sérhverja von og þrá
síþyrstra sálna — og skuli svo við öllu, sem mennina mæðir
og öllu, sem þeir eiga að stríða við og þrá, gefa þeim aðeins
þetta eina ráð: