Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 72
Prestafélagsritið.
Gandhi.
67
þúsundum saman, svo að margir skólar tæmdust. Dómarar
og málsfærslumenn fengu lítið að starfa.
En nú var Gandhi og félögum hans ekki til setu boðið.
Þjóðþing var sett á stofn, með fulltrúum úr öllum héruðum
Indlands. Hverjar 50 þúsundir íbúa máttu senda einn full-
trúa. Fulltrúarnir, sem mættu, urðu hátt á 5. þús. að tölu.
Þingið samþykti allar ráðstafanir Gandhis. Þó mætti hann
lítilsháttar mótspyrnu. Nokkur flokkur fulltrúa reyndi að fá
Gandhi ofan af því, að fara svo hægt og friðsamlega. Þeir
vildu grípa til vopna. En þeir voru ekki svo margir, að þeirra
gætti mikið.
Mæstu mánuðina hélt Gandhi ekki kyrru fyrir. Hann ferð-
aðist um til að fræða og leiðbeina. Ekkert hafði eins góð
áhrif á fólkið og nærvera hans. Að sjá hann og heyra var
bæði hvöt til framkvæmda og hið bezta meðal til að lægja
allan öldugang á þessu mikla þjóðarhafi.
Það var mikið verk að koma skipulagi á svo víðtæk sam-
tök. Gandhi leit svo á, að alt væri ónýtt, ef ekki stæðu allar
stéttir saman, og stéttarleysingjar (pariah) yrðu að vera með
í samtökunum. Þjóðþingið hafði skorað á þjóðina að þvo af
sér þann smánarblett að fyrirlíta nokkurn hluta þjóðarinnar
og útskúfa honum. Gandhi kvaddi stéttaleysingja á sérstakt
þing (Suppressed Classes Conference í apríl 1921). Sjálfur
var hann forseti þingsins og hélt þar eina af sínum fegurstu
ræðum, sem mjög er fræg orðin. Hann blés þeim hugrekki í
brjóst, þessum vonlausu mönnum, sem bæði þeir sjálfir og
aðrir töldu afhrak þjóðarinnar. Hann fékk þá til að trúa því,
að þeir byggju yfir ósigrandi afli, sem enn væri ekki vaknað
til starfa. Hann sagðist trúa því fastlega, að á næstu mánuð-
um mundu þeir sýna af sér þá göfugmennsku, að upp frá
því efaðist enginn um, að þeir væru skilgetnir bræður og
systur annara Hindúa og yrðu teknir með fögnuði inn í þá
wiklu fjölskyldu.
Réttleysi og niðurlæging kvenna er annar sá smánarblettur,
sem Gandhi reynir að þvo af þjóð sinni. Hann hefir tekið
þar fast í taumana. Kvenfólkið er ekki veikara kynið, segir