Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 60
Prestafélagsritíð.
Haraldur Níelsson.
55
Honum svipaði í þessu til spámanna Gyðinga. Hann átti
iiiikið af þreki þeirra og þori til að berjast fyrir hverju því
málefni, sem hann hafði tekið ástfóstri við, hvort sem margir
eða fáir voru því fylgjandi. Hann átti líka mikið af norrænni
víkingslund og bardagagleði, þegar því var að skifta. Einn af
vinum hans lýsir þessu svo, að séra Haraldur hafi verið
»auðugur af hita og látlausum krafti*. Og þessi kraftur var
kraftur sannfæringarinnar, sem bæði gjörði hann sjálfan ör-
uggan og styrkan hvað sem á móti blés, og einnig áleitinn í
því að sannfæra aðra, leiðbeina þeim og leitast við að hugga
þá, bæta úr böli þeirra og sorg.
Einmitt þessi hiti og kraftur gjörðu séra Harald svo áhrifa-
mikinn mann. En jafnframt hratt það mörgum frá honum,
sem fundu það að honum, að hann væri ofstækisfullur og of
herskár, en ekki nógu umburðarlyndur.
Stundum var þetta réttmæt aðfinsla. Hann var oft bæði í
lali og í ræðu og riti heimtufrekur um það, að menn létu
sannfærast af því, sem hann taldi gild rök fyrir — og hefðu
hugrekki og einlægni til þess að kannast við sannleikann
undir öllum kringumstæðum. Honum gramdist fátt eins mikið
og heigulskapur og óeinlægni.
Þriðja einkenni skapferlis séra Haralds var grandvarleiki
hans, eða hve vandur hann var við sjálfan sig og að öllu,
sem hann gjörði.
Þeir, sem þektu hann bezt og umgengust hann mest, vissu
hve vandaður hann var í allri framkomu sinni og vandvirkur
í öllum verkum sínum.
Frændi hans og fóstbróðir séra Friðrik Hallgrímsson, sem
þekti hann manna bezt, gefur honum svofeldan vitnisburð:
»Hann var grandvar maður. Fáa hefi ég þekt, sem höfðu
eins mikla andstygð á öllu ljótu, öllu siðleysi og ranglæti og
hann. Hann vandaði alt líf sitt, sem bezt hann gat, og oft
dáðist ég að samvizkusemi hans, jafnvel í smámunum, sem
margir láta sér liggja í léttu rúmi. Hann var sérstaklega nær-
gætinn í framkomu sinni við aðra, og ráðvandari og orð-
heldnari mann en hann hefi ég ekki þekt«.