Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 159
Prestaíélagsritið.
Sjálfsforræði kirkjunnar.
145
tjóðkirkju á fóf og bera fram heppilegar tillögur um stjórnar-
íyrirkomulag hennar.
Margt gæti hún eflaust lært í því efni af nágrannakirkjunum,
og eins hinni kaþólsku kirkju, en líklega yrði hún að miklu
leyti að fara sínar eigin leiðir, því hér á landi er mörgu öðru
vísi hagað en annarstaðar. Skal ég svo ekki fjölyrða frekar um
þessa væntanlegu nefndarskipun eða nefndarstarf. Eg undir-
«trika bara þetta: Ég álít brýna nauðsyn á, að hún komist
þegar á og allan drátt í því efni ríki og kirkju jafnt til óheilla.
Eins og ég nefndi, er mér fullkomlega ljóst, að í fljótu
bragði er ilt að koma fram með breytingartillögur á stjórnar-
fyrirkomulagi kirkjunnar, sem líklegt sé að nái samþykki. Ég
vil samt að endingu rétt nefna nokkrar uppástungur í því
efni. Verða menn að virða viljann fyrir verkið. Hins vegar
gefur það mér mestan kjark til að koma fram með þetta álit
mitt, að ég veit, að í líka átt og það bendir til, hefir verið
farið annarsstaðar og gefist vel.
1. Stórbreylinga á safnaðarstjórninni er óvíst að þurfi með.
Mættu þó sóknarnefndir og prestar að líkindum fá aukið vald
til eftirlits, umvandana og umbóta í söfnuðunum.
2. Um kosningar eða val andlegrar stéttarmanna og launa-
kjör þeirra, treysti ég mér ekki að gjöra tillögur hér. Get
þess einungis, að ég vildi að söfnuðurnir gætu losað sig við
þá presta, er þeir kjósa ekki að hafa. Alít að prófastar og
biskupar ættu að ráða meiru en nú er um »veiting brauða«.
Tel óheppilegt, að prestar séu ekki svo launaðir, að þeir
komist af, án þess að sinna öðru en andlegum störfum.
3. Prestum ætti eitthvað að fjölga frá því sem nú er, t. d.
í Reykjavík. Þar er þörf á nýju kirkjuhúsi og fleiri prestum.
4. Ráðlegt virðist að prófastar hefðu meira vald en nú.
Bæri þeim ekki einungis skylda til að hafa strangt eftirlit
með öllu starfi og líferni prestanna, heldur gætu beinlínis sett
þeim refsingar fyrir brot í smærri kirkjumálum.
5. Héraðsfundir þyrftu að fá meiri lagalega þýðingu. Nú
eru þeir svo að segja vita gagnslausir, af því að þá skortir
10