Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 133
Prestafélagsritiö.
Um kristniboð.
127
ingu! Á svo lágt stig getur engin skepna komist, að hún drepi
afkvæmi sitt. Kona sem fyrirfer barninu sínu er ekki með
sjálfri sér. Hún er á valdi hins illa. — En við vitum að Kristur
getur frelsað til fulls þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð.
Það er fremur sjaldgæft að barn sé borið út, sé það
drengur. Af því barnatrúlofanir tíðkast, er svo litið á, að
stúlkur séu í raun og veru ekki börn foreldra sinna, heldur
tilvonandi tengdaforeldra. Þær eru ómagar á sínu eigin heimili
og eins litlu er kostað til uppeldis þeirra og unt er. — Þetta
er ein af aðalorsökum hinnar miklu og áberandi lítilsvirð-
ingar í garð kvenfólksins í Kína. Og svo auðvitað kenning
Búddhatrúarinnar um, að konur hafi enga sál.
Barnatrúlofunum er komið í kring með þeim hætti að
foreldrin skrifa samning sín á milli. í honum eru engar kröfur
gjörðar til »kaupandans«, piltsins, borgi hann aðeins ákveðna
peningaupphæð. En nákvæmlega tekur samningurinn fram,
hvernig »varan«, stúlkan, á að vera, í alla staði lýtalaus. Og
þá verða fyrst og fremst fæturnir að vera óaðfinnanlega vel
reyrðir. — Þegar stúlkan er 2—4 ára gömul, eru báðir fæt-
urnir reyrðir: Tærnar eru bögiaðar undir ilina og fóturinn
reyrður svo fast, að hann getur alls ekki teygt úr sér upp frá
því. Eins og gefur að skilja, fylgir þessu æfilöng þjáning. Og
leit yrði okkur að fáránlegri ósið í heiminum.
Kínversk kona er ekki rétthá. Hún er réttmæt eign manns
síns og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér fremur en
skynlaus skepna. Á sama stendur hvaða meðferð hún sætir:
Lögin heimila henni aldrei að kvarta. Maðurinn getur skilið
við hana án nokkurra orsaka, hvenær sem hann vill. Hvorki
lögin né almenningsálitið setja því heldur nein takmörk, hve
niargar hjákonur hann tekur sér. Enda tíðkast fjölkvæni hjá
öllum efnaðri mönnum. — Missi kínversk kona manninn, sitja
ættingjar hennar um tækifæri til að gifta hana öðrum, eða
réttara sagt selja hana. Er þá ekki verið að taka tillit til vilja
hennar fremur en þegar hún var öðrum lofuð sem barn.
Af þessu skilst okkur, að harðýðgi heiðninnar bitnar fyrst
°S fremst á lítilmögnum og bágstöddum.