Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 154
140
Gunnar Árnason:
Presiafélagsritiö
þætti það hneykslanlegt. Hverjir vildu una við, aÖ algjörlega
ólögfróður maður væri skipaður sýslumaður, með þeirri for-
sendu, að hann ætti hægt með að ná til lögfræðinga og dæma
dóma sína samkvæmt áliti þeirra? En það er ekkert fráleit-
ara, en að ætla veraldlegum dómstólum að dæma um andleg
mál eins og nú tíðkast. Og þetta er stórhættuleg fásinna.
Hæstaréttardómararnir eru ekki lagalega skyldir til að leita
álits guðfræðinga, er þeir dæma guðfræðileg efni. Enginn
trygging er fyrir því, að þeir fari ekki algerlega eftir eigin
höfði. Og setjum nú svo, að þeir hefðu aðhylst einhverjar
villukenningar. Þá mætti engu síður við því búast, að þeir
dæmdu þær inn í kirkjuna, en að þeir með dómi sínum varð-
veittu hina »hreinu og ómenguðu kenning* hennar.
Veraldlegir dómstólar eru jafn ófærir um að skera úr á-
greiningi, sem rísa kann um helgisiði kirkjunnar og önnur
sérmál hennar, og deilur um trú og siðkenningar. Þessvegna
er engin réttsýni, sanngirni né skynsemi í þvf, að þeim sé
ætlað það, eða að ríkið sitji yfir þeim málum. Það á að láta
kirkjuna vera einráða um þau.
I þriðja lagi ber ríkinu að láta kirkjuna hafa fult löggjafar-
og framkvæmdarvald i sérmálum hennar. Það er rökrétt og
óhjákvæmileg afleiðing þeirrar viðurkendu staðreyndar, að
kirkjan er sérstök stofnun með ákveðnu hlutverki, og Iýtur
öðrum lögum en ríkið.
Starfsmenn kirkjunnar geta aldrei fyrst og fremst verið
embættismenn ríkisins. Þeir eru framar öllu þjónar Hrists og
samverkamenn Guðs í því að útbreiða ríki hans á jörðu. Það,
að þeir geta að nokkru tekið höndum saman við ríkið, kem-
ur til af því, að með því að vinna að köllun sinni hjálpa þeir
ríkinu til að leysa hlutverk þess af hendi. En þá hjálp veita
þeir ríkinu aðeins með því móti, að þeir hlýði frarnar Drotni
sínum en boðum þess, að þeir séu ekki þrælar stjórnarvald-
anna, heldur frjálsir aðstoðarmenn þeirra. Hvorki veraldlegum
stjórnendum né andlegrar síéttarmönnum ætti að dyljast þetta
eða gleymast. En hið núverandi skipulag á sambandi ríkis
og kirkju glepur mörgum sýn á því, bæði ríkinu og kirkjunni