Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 208
194
Sigurður P. Sívertsen:
FiesiafcligsritiB.
er dálítið breytilegt eftir árstíðum, einkum til sveita, eftir viðhorfi um-
hverfis, veðráttu og störfum þess. Hitt er einnig víst, að ef söfnuðirnir
fengjust til samstarfs við prestana með einhverri þátttöku i útgáfu ritsins,
þá mundi við það vakna áhugi á málefninu*. — A aðalfundinum i sumar
komu einnig fram óskir um að ritið yrði stækkað og kæmi út oftar en
einu sinni á ári, en um það var engin ályktun gerð.
2. Ferðaprestsstarfsemi.
Ég skal ekki endurtaka neitt af því, sem skýrt er frá í grein séra Ás-
mundar Guðmundssonar um ferðaprestsstarfið i Prestafélagsritinu siðasta
(bls. 153—166), en aðeins geta um starfsemi þá, sem átt hefir sér stað
eftir að ritið kom út, bæði á Norður- og Austurlandi.
Skólastjórinn á Laugum hafði óskað þess að fá nágrannaprestana til
þess að starfa eitthvað í kristilega átt við Laugaskólann. Varð það úr,
að bæði séra Hermann Hjartarson á Skútustöðum og séra Páll Þorleifs-
son á Skinnastað komu þangað í des. 1927. Hélt séra Páll 5 fyrirlestra
í skólanum og flutti eina prédikun á sunnudegi. Var ætíð margt manna
aðkomandi úr næstu sveitum, sem hlustaði á. Voru fyrirlestrarnir 1 um
Amos spámann, 1 um Frans frá Assisi og 3 um dr. Johannes Muller og
skýringar hans á Fjallræðunni. Skrifaði Arnór skólastjóri mér um starf-
semi þessa: „Koma séra Páls var mér og öllum skólanum til mestu
gleði". — Séra Hermann dvaldi á Laugum 10 daga rétt fyrir jólin og
las upphaf Matteusarguðspjalls með nemendum. Um það skrifaði skóla-
stjórinn mér 24. jan. þ. á.: „Eg var í allflestum kenslustundum hans í
annari deildinni og var óblandin ánægja að því. Séra Hermann hefir
dregist á það, að koma aftur síðar í vetur og ljúka við að lesa guð-
spjallið".
Þá fór stjórn ungmennafélagssambandsins á Austurlandi þess á leit við
Prestafélagið, að það fengi séra Friðrik Friðriksson til þess að ferðast
milli ungmennafélaga á Austurlandi og flytja ræður og erindi um kristin-
dómsmál. Varð séra Friðrik við þeirri beiðni og fór til Austurlandsins
bæði í sept. 1927 og í júní 1928. En um starfsemi hans I báðum þess-
um ferðum vísast til skýrslu hans sjálfs, „Ferð um Austurland", sem er
prentuð á öðrum stað hér í ritinu. —
Fé til ferðaprestsstarfsemi hefir Alþingi aðeins einu sinni lagt, á fjár-
lögum 1927, þar sem heimild var gefin til „að verja alt að einum prests-
launum" í þessu skyni. Utborgaði fyrverandi landsstjórn í júní 1927 kr.
1200 samkvæmt þessari heimild fjárlaganna, en tilkynti jafnframt, að hún
liti svo á, að ekki gæti verið um frekari greiðslu að ræða í þessu skym.
En 4. jan. 1928 tók ég, fyrir hönd Prestafélagsins, við kr. 1680 frá bisk-
upi fyrir tilstilli núverandi landsstjórnar. — Alls hafa þannig 2880 kr.
af opinberu fé verið lagðar til starfsemi þessarar, og hefir öll sú upp-
hæð gengið til að kosta ferðir þær, sem ég hér hefi getið um, ásamt