Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 163
Presíafélagsritiö.
Þorsteinn Briem: Þorsti.
149
Stephanssonar á þeim mönnurn fyrir vestan hafið, sem hafa
gefið sig auðs- og nautnaþorstanum alla á vald. Hann kveðst
mæía þeim á strætum stórborganna og hann lýsir þeim svo:
„Undan dökkum falaföldum
fram í veginn blika, stara,
andlil sem þau staeðu í steini
storknuð, líkust fílabeini".
Skáldsaugun sjá oft vel. Betur en augu vor hinna. Skáldið
lýsir þarna starandi, þyrstum augum, sem aldrei mettast. Það
sér storknuð steinandlit þeirra manna, er aldrei hafa horft
nema á eitt, — og þetta hið eina, sem þeir sáu og sóttust
eftir, fékk þó ekki veitt þeim fullnægju.
Enginn skilji orð mín svo, sem ég telji sjálfa fátæktina
sáluhjálplegri, en efnin. Nautnaþorstinn getur átt heima hjá
fátæktinni eins og auðnum. Og fátæktin getur eins og auð-
urinn orðið móðir ýmsra lasta, móðir búksorgar og öfundar,
haturs og hörku og tortryggni eins og fégirndin. En fátækt-
inni er ekki eins tamt að gera menn »storknaða« síeinmenn,
eins og fégirndinni.
Mun það ekki hafa verið þetta, þessi storknunarhætta
mannssálarinnar, sem Kristur hefir sérsíaklega haft fyrir aug-
um, þegar hann varar menn við að varpa elsku sinni allri á
það, sem þessa heims er?
Öll erum vér að leita hamingju.
Einn leitar hennar í efnunum, annar í nautnunum, þriðji í
listinni, ástinni, eða þekkingunni.
Vel er þekkingarþorstanum lýst í bréfi séra Tómasar Sæ-
mundssonar til föður síns. Tómas hefir þá nýlokið háskóla-
námi sínu í Kaupmannahöfn og kveðst nú setja hina einu
eign sína, bókasafn sitt, að veði, til þess að geta farið suður
í lönd, í nýja námsför. Og hann bætir við: »Þessar bækur
hafa ekki sjaldan stolið frá mér miðdagsmatnum hérna, svo
ég tel mig lukkulegan, að ég við það ekki hefi skaðað heilsu
mína*. Síðar skrifar hann úr námsför sinni, að í Parísarborg
hafi hann, vegna skorts, orðið að leggjast rúmfastur á þriðja
mánuð »spýtandi rauðu á hverjum viknamótumc.