Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 33
28
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið*
rannsóknum, vera sannleikanum einum trúr og láta skeika að
sköpuðu um útkomuna. Hún ætti þó að hafa þann kost, að
vera sönn og rétt.
Menn hafa nú gert ítrekaðar tilraunir, að leysa þetta vanda-
mál. Hafa sögurannsóknir vorra tíma veitt þar ómetanlegan
stuðning, bæði með því að leiða í ljós og viða að efni, en þó
ekki síður með því að gera sem ljósasta fyrir mönnum þá
vísindalegu aðferð, sem beita þarf. Skal nú vikið að því, hvað
helzt hefir gerzt í þessu máli þá hálfa aðra öld, sem rann-
sóknir þessar ná yfir.
Einhver fyrsti maður, sem leitaðist við að gera sér sögu-
lega grein fyrir æfistarfi Jesú, var nafntogaður franskur biblíu-
fræðingur, Richard Simon að nafni (d. 1712). Vmsir af »deist-
unum< á Englandi á fyrri helming 18. aldarinnar tóku einnig
þetta efni til meðferðar. En þó má fremur nefna þessa menn
alla sem nokkurskonar fyrirrennara þess, sem koma átti.
Sá sem eiginlega hefur þessar bókmentir, er Reimarus
nokkur, kennari í Austurlandafræðum í Hamborg (d. 1768).
Hann hafði ritað geysilega stórt verk um Jesú og lærisveina
hans. En hann var hæglátur maður og vildi ekki standa í
því stríði, sem bók þessi myndi koma af stað, svo að hann
gaf hana aldrei út. En eftir að hann var dáinn, gaf skáldið
og spekingurinn Lessing (d. 1781) út allmikla kafla af bók
Reimarusar. Halda menn að nafn Lessings muni ekki hafa
valdið litlu um það, hve mikla athygli bókin vakti.
Bók Reimarusar er annars ekkert merkileg í raun og
veru. Það eru skoðanir »deistanna«, sem þar ráða ríkjum.
Kristindómurinn er skynsamleg lífsskoðun, en úr honum verð-
ur að hreinsa alla »hjátrú«. Jesús er siðakennari, vitur maður
og gætinn, en um hann er margt ósatt og ýkt í Nýja-testa-
mentinu. Sögulegu rannsókninni er mjög ábótavant. Lífsskoð-
un Reimarusar sjálfs er alstaðar lesin inn, en enginn skiln-
ingur á öðrum tímum og öðrum hugsunarhætti. Það á vel við
um hann, sem Strauss segir í æfisögu Reimarusar, um aldarand-