Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 151
PröstaféUgsritiÐ.
Sjálfsforræði kirkjunnar.
137
Þegar ríkið gjörir samband við kirkjuna og ákveður að
vernda og styðja evangeliska lúterska kirkju í landinu, er
auðvitað að það gjörir það af stjórnarfarslegum ástæðum, og
af því að það með því móti ber sinn eiginn hag fyrir brjósti.
Aðalörsökin til þess, að ríkið styður hér evangeliska lúterska
kirkju er sú, að það lítur svo á, að sú kirkja komi því sjálfu
mest að gagni. Það álítur að trúar- og siðakenningar þeirrar
kirkjudeildar muni öllum öðrum fremur göfga og siðbæta
landslýðinn, og þessi kirkjustarfsemi sé því bezta lyftistöngin
til menningar og þroska einstaklinga þjóðfélagsins, sem völ er
á. Það hlýtur blátt áfram að sækjast eftir samvinnu þessarar
stofnunar, þar sem tilgangur þess og takmark er, að greiða
fyrir hverskonar líkamlegum og andlegum framförum einstakl-
inganna. En af þessu leiðir líka, að ríkinu hlýtur að vera það
áhugamál, að kirkjan njóti sín sem bezt, og það að vera fúst
til að greiða götu hennar eins og því er frekast kostur. Því
á að vera sjálfsagt, að ríkið láti sé ant um, að starfskilyrði
kirkjunnar séu sem haganlegust, og kirkjuskipulagið á þann
hátt, að kirkjan hafi sem mest áhrif, umskapi þjóðfélagið eins
og mögulegt er með trúar- og siðkenningum sínum. Ef því
ríkinu er ljóst, að stjórnarfyrirkomulag kirkjunnar á einhverjum
tíma, er til hnekkis framgangi mála hennar, á því að vera
það eins mikið kappsmál og kirkjunni sjálfri, að breyta því
til batnaðar. Ríki sem færi öðru vísi að, sem raunar héldi
þjóðkirkjunni, en legði vísvitandi með löggjöfinni hverja tálm-
anina annari verri í veg fyrir starfsemi hennar, væri sjálfu
sér sundurþykt, og gæti ekki með nokkrum sanni réttlætt
afstöðu sína til kirkjunnar.
En þó að þetta geti ekki verið tilætlunin hér á landi frekar
en annarstaðar, þá er samt reyndin sú. Varla mun ofmælt,
að böndin og hömlurnar, sem ríkið leggur á starf kirkjunnar,
vegi ólíkt meira en verndin og stuðningurinn, sem það veitir
henni. Af því að ég verð af framansögðu að álíta, að það
stafi af blindni og misskilningi og engu öðru, og að því verði
kipt í lag, ef augu löggjafar- og stjórnarvalda Ijúkast upp
fyrir því, — svo fremi þeir vilji að samvinna ríkis og kirkju