Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 116
110
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö.
sem áður voru engin. Kirkja var þá fornfáleg. Hana léí
hann rífa og bygði aðra nýja og vandaða, eftir þeirrar tíðar
hætti. Var það fyrsta kirkja hér með timburþaki. I hinni eldri
kirkju var ekkert fjalagólf nema í kór, en steinaraðir undir
bekkjum til þess að standa á, er bleyta var á gólíinu eftir
leka í rigningatíð. Ók fólki í augum fegurð hinnar nýju kirkju,
samanborið við þá sem áður var. Stóð sú kirkja höggunarlaus
og ófúin til ársins 1887.
Heimslán og hamingja sýndist brosa við séra Þorsteini í
Reykholti. Hann var dýrkaður og dáður af söfnuðum sínum.
Hann átti greindarkonu og búfork mesta. Með henni eignað-
ist hann þrjár dætur og voru sumar svo fríðar að af bar. En
hamingjusólin skein ekki lengi í heiði. Haustið 1838 fór að
bera á því, að hann væri ekki heill á sönsum. Var það
fyrst í brúðkaupi ]óns Þorleifssonar, bónda á Snældubeins-
stöðum, og Hildar Jakobsdóttur frá Húsafelli. Það kvöld kom
það fyllilega í ljós, að prestur var tæpast með öllu ráði.
Virtist honum þá kviknað í bænum hér í Reykholti. Leið
það ráðleysi þó frá aftur. Fóru menn þá að leiða getur að
því, hvað valda mundi slíku. Þótti þá líklegast að Jakob gamli
á Húsafelli hefði gert presti þessar grillur. Átti ]akob að
hafa verið óánægður með gjaforð dóttur sinnar, og þótti þá
getandi til þess, að hann gerði presti sjónhverfingar fyrir það
að gefa hana í hjónabandið. Ekki var samt slíku munnfleipri
trúað af hinum skynsamari mönnum. En af þessu má sjá hve
lengi lifði í kolunum trúin með gjörninga og galdra.
Þann sama vetur lagðist séra Þorsteinn í rekkju og vissi
enginn hvað að honum gekk. Komst samt aftur á fætur og
virtist alheill. Skírði þá barn og fór litlu síðar í húsvitjunar-
ferð niður um Reykholtsdal. Var það 6. marz. Gisti þá í
Deildartungu. Þá var Ingibjörg, elzta dóttir Jóns bónda þar,
er síðar varð kona Þorsteins Jakobssonar á Húsafelli, tvítug
að aldri. Morguninn eftir, er prestur var ferðbúinn heim, biður
hann Ingibjörgu að lofa sér að skoða hvað hún eigi af bók-
um. Var þar auðfengið. Því næst tekur hann úr þeim bæna-
kver og biður hana að lána sér það, sem hún gerði. Stakk