Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 174
160
Tvö bréf frá séra Jóni Bjarnasyni. Prestaféiagsntiö.
lákssyni í haust, að hann var þeirrar skoðunar, að sólin gengi
kringum jörðina, o. s. frv. Vms casuistisk spursmál hefir verið
umræða um meðal sýnódupresta á þeirra árlegu og missiris-
legu samkomum, og hefir resultatið oft verið undarlega vill-
andi að minni skoðun. Um það leyti ófriðurinn mikli stóð
yfir út af þrælamálinu, gáfu klerkar norsku sýnódunnar sig í
að grenslast eftir, hver lærdómur ritningarinnar væri í þeirri
grein. Varð það niðurstaðan, að þrælahald væri ekki synd-
samlegt eftir ritningunni. Hafa þeir síðan haldið því fram af
alefli, með því líka Missouri-sýnódan uppástóð það líka, en
norska sýnódan kennir alt eftir henni. Centrum þeirrar sýnódu
er háskólinn eða réttara prestaskólinn Concordia í St. Louis,
en sú borg liggur í Missouri, sem var þrælaríki. Og þá er
auðsætt hvernig skoðun þessi kom upp meðal klerkanna.
Helzti maður sýnódu þeirrar, og sem allir munu dansa eftir
bæði hér og þar, er forstöðumaður skólans, Walter að nafni,
höfundur að þýskri húspostillu, og fl., eflaust gáfumaður og
að vissu leyti lærður vel, en sjálfsagt ákaflega »ensidig«.
Hann er höfundur þessarar sterku »polemikur«-stefnu, sem
geisar jafnvel meðal þynningja norsku sýnódunnar eins og
logi yfir akur. Lærðir eru þeir hér að ætlan minni engir af
Norðmönnum, nema ef það á að kallast lærdómur, að þeir
kunna vel utan að allar sínar dogmatisku reglur, sem þeir
hafa safnað saman úr fornlúterskum ritum, og eru orðin þau
takmörk, er ekki má yfir fara. Exegetik þeirra er vitlaus og
einhæf, enda taka þeir ekki notice af neinu nema því, sem
rígbindur sig við hinn fornlúterska bókstaf. Af nýjari guð-
fræðisritum hafa þeir nálega ekkert, því þeir — mér liggur
við að segja — trúa á þá rétttrúuðu gömlu doðranta, sem
þeir fá hjá antikvörum í Evrópu, en annars ekki, því nýjar
útgáfur eru ekki til af þessum gömlu skrjóðum, af því enginn
fylgir þeim lengur svo bókstaflega í Evrópu, sem ekki er von,
þar sem svo ótalmargt betra og critiskara hefir verið præs-
terað á seinni tímum. Segi ég þetta ekki af því, að ég hafi
ekki alla respect fyrir þeim gömlu herrum, t. d. Chemnitz
og Gerhard, en ég álít það vera hlægilegt, að fyrirlíta alt hið