Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 11
6
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö.
Og annar spámaður orðar árás sína á sama hugsunarhátt svo:
»Með hvað á eg að koma fram fyrir Drottin, beygja mig fyrir
Guði á hæðum? A eg að koma fram fyrir hann með brenni-
fórnir, með ársgamla kálfa? Hefir Drottinn þóknun á þús-
undum hrúta, á tíþúsundum olíulækja?« — — Og nú kem-
ur mótsetningin, lýsing þess spámanns á sannri guðsþjónustu:
»Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar
Drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika og
fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?« — Eg þarf víst
ekki að taka það fram við yður, að Kristur hallaðist á sömu
sveifina og spámennirnir og var algerlega andvígur hinum
gamla skilningi, sem þeir höfðu andmælt svo kröftuglega. AI-
staðar heldur hann því fram, að hin sanna guðsþjónusta komi
fram í gerðum vorum og breytni. Þetta á að vera oss öllum
ljóst. Þeim hinum sama skilningi héldu lærisveinar hans fram,
t. d. í þessum orðum: »Svo áminni eg yður, bræður, að þér,
vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lifandi,
heilagri, Guði þóknanlegri fórn, og er það skynsamleg guðs-
dýrkun af yðar hendi« (Róm. 12, 1). »Hrein og flekklaus
guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra
og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekk-
aðan af heiminum* (jak. 1, 27).
Nú eru menn að vísu hættir að bera fram fórnir; en hversu
margir halda samt enn hinum gamla hugsunarhætti og láta
t. d. trúarjátningar koma í stað fórnanna. Þeir hyggja að Guði
séu slíkar andlegar fórnfæringar velþóknanlegar. Fjöldi manna
í kristninni er enn ekki kominn lengra en það, að hann held-
ur, að Guði sé velþóknanlegt, að hafðar séu yfir afgamlar
trúarjátningar við hverja hátíðlega guðsdýrkun og að slíkt sé
að þjóna Guði. Hvað mundi Amos eða Míka segja um slíkt,
ef þeir væru uppi nú í kristninni? Mundu þeir ekki tala um
orðagjálfur og skora á oss að sýna heldur fúsleik vorn til að
þjóna Guði með breytni vorri.
Ég sagði, að málvenjan sjálf vilti oss sýn. Sálmasöngur og
bænir eru eiginlega engin guðsþjónusta. Ef barn, sem er að
leika sér úti, verður þess vart, að það vanti eitthvað, hleypur