Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 92
Prestaféiagsritio. Þrjár Norðurlanda kirkjurnar.
87
«1 fjöldi af stofnunum og félagsskap með þessu markmiði og
þarf ekki annað en kaupa »Svenska Kyrkans Arsbok*,
sem kemur út árlega, til þess að kynna sér þessa margþættu
starfsemi, sem borin er uppi með gjöfum og með félagsskap
áhugasamra manna, presta og leikmanna.
Þótt einingarvitundin sé rík innan sænsku kirkjunnar, eru
þar þó til kirkjulegar stefnur og flokkar. Þó er ekki talið
eins auðgert að skilja þar að stefnur og flokka eins og sum-
staðar annarsstaðar. Og er sagt að í Sviþjóð séu margir,
sem ekki sé hægt að skipa í neinn kirkjulegan bás eða dilk.
Kirkjulegu aðalstefnurnar eru þrjár: Schartau-ingar, hákirkju-
menn og ungkirkjustefnan.
Schartau-ingar hafa nafn sitt frá svenska prestinum Henrik
Schartau, sem var uppi síðari hluta 18. og fyrri hluta 19.
aldar og andaðist 1825 (f. 1757). Hann var áhrifamikill
wakningaprédikari og starfaði í Suður-Svíþjóð. Er mikil alvara
hjá flokki þeim, er kennir sig við hann, eru þeir fastheldnir
við kenningar kirkjunnar og siði þá, er Schartau innleiddi
(t. d. opinberar almennar yfirheyrslur í kristnum fræðum í
kirkjunum).
liákirkjumenn er gætinn miðflokkur, en ungkirkjustefnan
eru frjálslyndu áhugamennirnir og hefir henni fylgt eldur og
áhugi. Er hún útbreiddust meðal mentamanna og eru margir
af mestu mönnum Svía áhangendur hennar.
Ungkirkju-hreyfingin byrjaði árið 1907. Var markmið henn-
ar að stuðla að því, að vald Krists gæti orðið sterkasta aflið
í sænsku þjóðlífi, að hugsjónir þjóðarinnar mættu mótast af
anda Krists. Kjörorð hreyfingarinnar var: „Sænska þjóðin —
þjóð Guðs“ (»Sveriges folk — ett Guds folk«).
Til þess að þessi hugsjón gæti ræzt, vildu leiðtogar hreyf-
ingarinnar láta kirkjuna vera kirkju allrar þjóðarinnar. Hún
mátti ekki vera kirkja prestanna einna, heldur einnig allra
leikmanna. Hún mátti ekki vera stéttarkirkja, heldur áttu jafnt
verkamenn og vinnuveitendur að eiga þar heima og allar
stéttir geta kallað hana kirkjuna sína. En um fram alt mátti
hún ekki vera flokkskirkja. Hún átti að vera griðastaður