Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 224
210
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritiö.
Eina tilgátu höf. vil ég hér nefna af því að ég hygg að hún sé alveg
ný, og hún hjálpar til að leysa úr mjög erfiðu vandamáli. Það er tilgáta
sú, sem höf. setur fram neðanmáls á bls. 21—22, um það, að inisrifað
muni vera ártal á bréfi Gizurar frá Hamborg, sem talið hefir verið frá
1532. Einmitt þetta ártal hefir valdið miklum örðugleikum. Nú bendir
höf. á það, að ef ártalið hafi verið skrifað með rómverskum tölum, sem
sennilegast er (frumritið er ekki til, en bréfið er á Iatínu), þá þurfi ekki
annað en að eitt V hafi verið lesið sem X til þess, að alt komi vel heim.
V-ið getur vel skrifazt þannig, að ekki sé gott að greina milli þess og X.
En þá er bréfið skrifað árið 1527 og fellur það ólíku betur inn í sögu
Gizurar að öðru leyti. Þykir mér ekki ósennilegt, að þessi tilgáta fái
almenna viðurkenning, ef ekki kemur annað upp, sem hrindir henni.
II. kafli: Evangeliskt kristnihald algerist (1550—1620), er aðallega
saga þeirra tveggja atorkumanna, sem leiddu siðbótina fram til fullnaðar-
sigurs: Guðbrands Þorlákssonar og Odds Einarssonar. Einkum er það
Guðbrandur, sem hlýtur jafnan að verða rúmfrekur í íslenzkri kristni-
sögu, því að þótt það sé mikið sagt, þá mun þó dómur biskups
um hann standast, þar sem hann segir (bls. 99): „Var hann ekki aðeins
atkvæðamestur allra 16. aldar biskupa hér á landi, heldur jafnvel allra,
sem gegnt hafa biskupsembætti hér á Iandi síðan kristni hófst". Um Guð-
brand er 21 blaðsíða í bókinni, og er þó fljótar yfir sögu farið en víða
annarsstaðar. — Loks er talsvert ritað um ýmsa fræðimenn í prestastélt,
einkum Arngrím lærða og um sálmakveöskap á þessum tíma.
Næstu tveir kaflar III. og IV., eru um kristnihald rétttrúnaðartíma-
bilsins. Tekur fyrri kaflinn yfir tímabilið 1630—1685, en hinn yfir tímann
1685 — 1741.
I fyrri kaflanum fer mest fyrir biskupunum Þorláki Skúlasyni og eink-
um Brynjólfi Sveinssyni. En svo kemur ýtarleg lýsing á ýmsu f kirkju-
stjórninni á þessum tímum; síðan er vikið að galdratrúnni, sem nú er í
almætti sínu. Þá er lýst fornfræðaáhuga þeim, sem einkennir þennan
tíma, og vakinn var meðal annars af báðum þessum biskupum, sem nú
voru nefndir, svo og vísindastarfsemi ýmsra í guðfræði. Þá er talað um
sálmakveðskapinn, og eins og vita má er það Hallgrímur Pétursson,
sem þar ber Iang mest á. Loks er talsvert langur kafli um guðsþjónustur
og aðrar kirkjulegar athafnir eins og þær mótuðust í lúterska siðnum.
Síðari kaflinn fjallar um miður skemtilegt tímabil f sögu vorri, upphaf
cinveldistímanna, þegar illir embættismenn, hallæri og óáran og einokun-
arverzlunin, alt hjálpaðist að í því starfi að murka dug og dáð og jafn-
vel lífið úr þjóðinni. Þetta voru hörmungatímar, og furðanlegt að nokkuð
nýtilegt skyldi þrífast í því. Enda dofnar nú stórum yfir öllu. ]ón Vída-
lín og Jón Árnason gnæfa einir upp úr, enda hefðu þeir báðir orðið
stórmiklir afkastamenn á sæmilegum tímum. Er ýtarlega ritað um Jón
Vídalfn, einkum prédikanir hans, bæði þær sem eru í postillunni og