Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 36
Pr«.tafé]agSriti6. Rannsóknirnar um æfi ]esú. 31
Hann varð seinna háskólakennari í Túbingen, og stóð um
hann styr mikill. Einn af lærisveinum hans var aftur Davíð
F. Strauss, mesta hamhleypa að gáfum og atorku, og það er
hann, sem nú verður til þess að valda aldahvörfum í rann-
sóknum sögu Jesú.
Auk áhrifanna frá Niebuhr og Ranke koma hér til áhrif
úr annari átt, en það er frá heimspekingnum Hegel, kennara
í Heidelberg og Berlín (d. 1831). Mátti svo segja, að sú
speki næði fullum tökum á gáfumönnum um alllangt skeið.
Hegel kendi, að sömu lögmál gilti í heimi hugsunarinnar og
heiminum umhverfis oss. Þar kæmi stöðugt tesis, antitesis og
syntesis, stefna, gagnstefna og samruni beggja í æðri heild.
Sú heild fær svo aftur andstefnu og þær renna saman í nýja
heild og svo koll af kolli. Þessi heimspeki hafði ekki sérlega
heppileg áhrif á sagnaritunina, því að mönnum hætti við því,
að skálda söguna eins og þeir sögðu að hún hlyti að hafa
verið, í stað þess að spyrja heimildirnar og beygja sig fyrir
vitnisburði þeirra.
Baur var ákaflega nákvæmur og vandfýsinn vísindamaður.
Sést það meðal annars á því, að hann treysti sér aldrei til
þess að rita æfisögu Jesú. Hann fann, að á undan því verki
varð að ganga nákvæm rannsókn heimildanna, og hann komst
aldrei lengra en í þessar heimildarannsóknir. Strauss var
aftur á móti mesti ákafamaður. Aðeins 27 ára að aldri ritaði
hann »Leben Jesu« (1. útg. 1835).
Bók þessi er ákaflega löng (um 1500 bls.) og staglsöm,
en stíllinn var skoplegur og espandi, og hún vakti geysilega
eftirtekt. Sumir töldu Strauss hreinan guðníðing og falsspá-
mann en aðrir hófu hann til skýjanna sem mesta snilling, er
til væri. Baur var ekki hrifinn af bókinni, og fann henni það
til foráttu, að höfundurinn vildi rita söguna án þess að þekkja
heimildirnar.
Að sumu leyti er þessi bók ekki ósvipuð bókum »ratíónal-
istanna«. Strauss er alveg jafn ákafur og þeir í því, að rýma
öllu »yfirnáttúrlegu« burt úr sögunni. En ástæður hans eru
þroskaðri. Honum dettur ekki í hug, að guðspjallamennirnir