Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 186
172
Tvö bréf frá séra Jóni Bjarnasyni. PresUféiagsritið.
geta undirskrifað. — í austurríkjunum hafa margar blaða-
greinar í vetur útkomið um ísland, mest út af þúsund ára
byssins þess, og svo er minst á hinn forníslenzka fund á
Ameríku o. s. frv. Vísindamenn nokkrir þar eystra hafa líka
gjört sér mikið far um að safna allskonar ameríkanskri Li-
teratur, til þess að senda upp til íslands í sumar, til merkis
um, að þeir í anda taki þátt í júbílhátíðinni heima. Jafnvel
sýnódan norska kvað ætla að senda — sakir áskorana frá
þessum mönnum — eitthvert samsafn af sinni kirkjulegu For-
fattervirksomhed heim til Fróns, svo þá geta Islendingar séð,
hvernig klerklýð þessum er innan brjósts. — Jón Ólafsson
er í góðu gengi hér, og hefir hann dálítið ritað hér í eitt
norskt blað um Island.
Ég er orðinn naumt fyrir með bréfin til íslands í þessa 3.
póstskipsferð, og má því til að vera svona fáorður í þetta
sinni. Með kærri kveðju frá konu minni til ykkar hjóna enda
ég miðann. Guð almáttugur farsæli yður og gleðji æfinlega.
Vðar elskandi Jón Bjavnason.
Hvernig stendur á því, að ekki er gefin út árleg skýrsla
um prestaskólann í Rvík? Það er svo leiðinl. að geta ekki
vísað þeim, sem vilja fræðast um hina íslenzku theologíu, á
neitt íslenzkt rit (enn síður útlenzkt), sem gefur hugmynd um,
hvað þar er kent og hver er stefna í guðfræði vorri, eða hve
margir þar studéra eða annað, sem hlýtur að vera interessant
fyrir alla þá, sem hirða um hina ísl. þjóð.
Líkl. dvel ég með konu minni í Milwaukee í sumar í 2
mán. (júlí og ágúst) meðal landa. Mætti því adressera mín
bréf: Care of Ólafr Ólafsson, Esqu., 271 Milwaukee Street,
Milwaukee, Wisconsin etc.