Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 83
78
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritiö.
sinni söfnuðust margir Hindúar saman á járnbrautarstöð, þar
sem von var á, að Gandhi kæmi snöggvast við. Þeir vildu sjá
hann og heyra hann halda ræðu. Lestin kom og Gandhi steig
út. Hann dregur Nýja-testamentið upp úr vasa sínum og les
hátt upphafið á Fjallræðunni (Matt. 5, 1 —12). »Þetta er ræða
mín til ykkar*, segir hann. »Lifið eftir þessu. Annað hefi ég
ekki að segja ykkur*.
Hér er önnur saga, sem sýnir hvert stefnir hjá Gandhi og
fylgismönnum hans.
í borg einni bönnuðu yfirvöldin að þjóðfána sjálfstæðis-
manna væri haldið á lofti annars staðar en í þeim hluta borg-
arinnar, sem Hindúar einir bygðu. I öðrum hluta borgarinnar
bygðu Englendingar. Milli borgarhlutanna var brú. Vfir brúna
máttu Hindúar ekki bera fánann. Þetta þótti þeim ranglátt,.
og vildu ekki hlýða. A hverjum degi gengu þeir yfir brúna
með fána sinn á lofti. Þeir voru jafnóðum teknir og látnir
afplána sekt sína í fangelsi. Hindúunum var ánægja að þola
ilt fyrir þjóðrækni sína og sjálfstæðismál, og héldu uppteknum
hætti. Á hverjum morgni létu þeir lögreglustjórann vita, hvenær
hann mætti eiga von á þeim yfir brúna, og spurðu hæversk-
lega, hvort hann hefði ástæðu til að taka á móti svo og svo
mörgum þann daginn. 1200 Hindúar voru þannig settir í
fangelsi. Enginn þeirra var kristinn. En lögreglustjórinn enski,
sem þessi saga er höfð eftir, segir að þeir hafi þó víst verið
betur kristnir en hann sjálfur. Réð hann það af því, að þeir
beiddust þess flestallir að mega hafa Nýja-testamentið með
sér til að lesa í fangelsinu.
Þetta er ljóst dæmi þess, hve mjög hugur Hindúa stendur
nú opinn fyrir boðskap Jesú Krists. Og það er Gandhis verk
fyrst og fremst. — En þeir hafa líka fengið augun opin fyrir
því, að það er sitt hvort, að aðhyllast Jesú, eða einhverja af
hinum svokölluðu kristnu kirkjudeildum, sem vinna að kristni-
boði austur þar.
Sumir líta svo á, að Gandhi hafi beðið ósigur, þegar hann
varð að hætta stjórnmálastarfi sínu og fara í fangelsi. Satt er
það, að enn er ekki því marki náð, sem flokkur hans stefndi