Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 232
218
Erlendar bækur.
PrcstafílagsriiiS.
ingum. En umfram alt sýna þær oss mann, sem jafnframt því aö vera
vel lærður í skóla lífsins, er ekki síður vel lærður í skóla trúarinnar, —
krisfilega mótaðan persónuleika, sem í Jesú Kristi hefir höndlað ráðn-
inguna á Iífsgátunni mestu. Hér eru gullepli borin fram í silfurskálum,
— hinn gamli kristindómur í fullkomnum nútíðarbúningi.
Sami höfundur hefir áður gefið út prédikanasafn yfir gömlu guð-
spjöllin „Evangelie-postilla. Predikninger över Evangelietexterne" í 4
smábindum. Þær prédikanir hefi ég ekki séð, en eftir því, sem urn þær
er skrifað, standa þær ekki að baki þessari „hámessu-postillu", sem hér
heíir verið gerð að umtalsefni. Það er hvorttveggja, að dr. Stadener
hefir árum saman verið kennari prestaefna í prédikunarfræði, enda er
hann sjálfur prédikari í stóru broti og líklega mælikastur allra kenni-
manna sænsku kirkjunnar á nálægum tímum.
Södevblom, N., erkibiskup: „Krisfi pinas historia". En Passions-
bok. — Stockh. 1928.
Eg hefi að vísu á öðrum stað ritað all-ífarlega um bók þessa, en mér
þætti það miður, að Prestafélagsritið gengi þegjandi fram hjá henni, úr
því það á annað borð minnist erlendra rita, guðfræðilegs efnis og guð-
rækilegs, sem ég er því þakklátur fyrir, því hér er um þá bók að ræða
andlegs efnis, sem mest umtal hefir vakið á sænska bókamarkaðinum, það
sem af er þessu ári. Það má segja um Söderblom, að bækur hans vekja
ávalt eftirtekt og umtal. Maðurinn er sjálfur svo stórbrotinn andi og víð-
feðmur, að menn laka sér aldrei neitt af ritum hans í hönd, án þess að
búast við að fá einhverja nýja auðlegð fyrir anda sinn þaðan. Og svo
er þá líka farið þessari „píslarsögu Krists", eins og Söderblom hefir frá
henni gengið. Hún er hvorttveggja í senn guðfræðilegs og guðrækilegs
efnis, þó ekki með gamla guðsorðabókasniðinu. Hún er sjóðandi af lífi
og varma, hvar sem í hana er litið. Sjóndeildarhringur höfundarins er
óvenjulega víður, þekkingin stórmikil á öllum sviðum og framsetningin
meistaraleg. Bók eins og þessi er vel fallin til þess að styrkja trú vora,
auka kærleika vorn og gefa voninni nýja vængi, um leið og hún stælir
viljann og víkkar sjóndeiidarhringinn. A þvf er enginn efi, að hér hefir
hinn stórlærði erkibiskup gefið kirkju sinni rit, sem á langt líf fyrir
höndum, og mun, er stundir líða, verða talið meða! hinna sígildu rita á
sviði „uppbyggilegra" bókmenta. — Verð bókarinnar er 9 kr. sænskar.
Dr. J. M.